Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Allrar veraldar vegur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Allrar veraldar vegur

Fyrsta ljóðlína:Mér ógna opnar grafir
bls.114–115
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1922
1.
Mér ógna opnar grafir
því ævin fjarar skjótt;
mér blæða rauðar benjar.
Ég býð þér góða nótt.
2.
Og bleikar bernskusyndir
þér búa sæng hjá mér;
þér sígur svefn á hvarma,
og sólin myrkvast þér.
3.
En verkin? þau voru’ ekki mikil:
Vanrækt matarstrit
og grísir, sem gengu í skóla,
með geltandi hvolpavit.
4.
Og bráðum sortnar sólin,
og sundrast jarðarleir,
og allt verður þá að engu –
og engin veröld meir.