Syndavísur * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Syndavísur *

Fyrsta ljóðlína:Máría drottning mild og skær
Viðm.ártal:≈ 1525
1.
Máría drottning mild og skær
myskunn allra þjóða
jungfrú björt og englum kær
afbragð allra fljóða
sjá þú til mín signuð mær
svó megi eg vísu bjóða
háleit himna tróða.
2.
Brúðir sjau hafa búið um sig
beint í mínu hjarta
þær gengu í mitt gleðinnar stig
og glyslega vildu skarta
allar lögðu enn á mig
aumlega yndis parta
og gerðu gleðina svarta.
3.
Syndir hafa mig sigrað fast
sannlega má eg það greina
hefi eg nógan heimsins last
þann höldum er til meina
sannlega er mitt sinnu past
sorgum slegið og kveina
þolda eg það fyrir eina.
4.
Skal eg þar hefja og inna frá
yður með fullum sanni
hversu að ljótust lymsku þrá
leikur að hverjum manni
bölvað frá eg að byggir sjá
beint í glæpa ranni
logandi lasta svanni.
5.
Superbia hét sætan fríð
seggjum vil eg það inna
ofmetnaðrinn árla og síð
er jafnan vill mig finna
bölvuð þessi bauga hlíð
beiddi mig sér sinna
hin versta vítis kvinna.
6.
Invidia hét auðar ná
er inn í hjartað vendi
hennar dóttir hjá mér lá
hatr að heitir kvendi
gráðugt okrið gleypti þá
gæfu úr minni hendi
er öfundar eldrinn kenndi.
7.
Ira hefr eg optlega fætt
inn í hjarta mínu
gengið opt á gjörva sætt
og grimmlega hugsað pínu
mörgum þeim sem mér hefur bætt
og miðlað gózi sínu
og brotið svó laganna línu.
8.
Accidia þá eg var ungr
opt vildi mig ginna
hugrinn minn var harla þungr
himna guði að vinna
sálin fær því sárlegt hungr
er svó var hörð mín sinna
því mun eg þrautir finna.
9.
Avaricia opt var mér
önduð föst í brjósti
fýsti mig að fara með sér
ferlega hart með gjósti
og eignast það fyrir augun ber
er ýfast upp af þjósti
þungt er að þetta ljósti.
10.
Gula heitir gráðugt víf
er gjarna vill mér unna
vefst hún um mitt veika líf
veit eg að sú mun kunna
að draga mig undir djöfulsins kíf
í djúpa helvítis brunna
niður til neðstu grunna.
11.
Luxuria að lét mig þrátt
löngum með sér reika
dró mig til þess daga sem nátt
með dálega afmors leika
þó börmuð væri mér bauga gátt
blíðu fekk eg veika
fyrir falda lindi keika.
12.
Þessar hafa mér þrúgað nú
það vil eg ýtum greina
ættin þeirra er eigi trú
er oss gera illan beina
drottning þeirra er djöfla frú
djörf til allra meina
veit eg ei verri neina.
13.
Blíðan gefa þær bragða seim
og brosandi öllu játa
þessar hafa svó þýðan heim
að það er úr öllum máta
sá mun engi að sér við þeim
ef heimrinn vill þeim láta
þær gera þegna káta.
14.
Þessi prettótt púkans frygð
pínt hefur mig svó lengi
einatt gera þær öllum styggð
ei þarf ýta mengi
að girnast á þeirra glæpa byggð
sem gæðin fylgja engi
og sækja í sorgar strengi.
15.
Ofmetnaðr og öfundar hót
er rótin illra verka
einart stígur á hægra fót
ættin þeirra en sterka
ljótir eiðar lygar og blót
er lífið tekr að lurka
að eggjun hins ómerka.
16.
Sárlega hefr eg syndugur mann
saurgað munn og hjarta
hrökkt hefur mér um hyggju rann
höggorms eitrið svarta
brjóstið mitt af bölinu brann
fyrir blíðu heimsins bjarta
er margfaldlega kann skarta.
17.
Hver sem þeirra þýðist heim
þá mun hann alla svíkja
öllum leikr hann eitthvert keim
ef ei vill frá honum víkja
einatt ætla eg eptir þeim
sem vanda manninn sníkja
fé er fjandans fíkja.
18.
Girnist margur garprinn á
glæpa fjöld að safna
rekkar þeir sem ræna og slá
og réttum lögunum hafna
munu þeir niðr í myrkva gjá
með fýlu og frosti kafna
og sárlega sundur drafna.
19.
Veit eg að þeirra vesöld og þrá
víst mun aldri líða
margföld munu þeir meinin fá
og mestan angist bíða
hefndin kann oss heldr ósmá
af er þá heimsins blíða
að búið er bálið stríða.
20.
Í marga freistni að maðrinn kemr
mest fyrir hugsan illa
hver sem sína tungu temr
og trúlega kann að stilla
ljúflega frá eg sá lífið semr
ef lætr hana ei um spilla
hætt er heimsins villa.
21.
Boðorðin drottins braut eg þrátt
bernskleg var mín sinna
á það lagða eg allan mátt
aumlega illt að vinna
sérlega hafða eg svikarans hátt
að svíkja fólk og ginna
finna mun fjandinn minna.
22.
Ljótlega hefi eg lengi breytt
í löngu synda hóti
og grimmlega guð minn neytt
og gert honum þrátt á móti
veit eg að slíku verðr ei eytt
víst með orða róti
nema eg nokkurs njóti.
23.
Grimmlega hefr eg glæpa braut
gengið nógu lengi
loflig Máría lina þú þraut
í ljótu lasta gengi
legg þú yfir mig líknar skaut
ljúf með þínu mengi
svó óvinrinn sjái mig engi.
24.
Vilda eg gjarnan víkja frá
villustig hinum ranga
og allra synda iðran fá
er eg braut um æfi langa
áður en dauðinn dettur á
og djöfla pínan stranga
llegar mun illa ganga.
25.
Dauðinn eyðir drengja sveit
og drepr á margar lundir
enginn þegar til annars veit
eptir lífsins stundir
sálin kemr í kvalanna reit
og kveinar píslum undir
en kroppr er grafinn í grundir.
26.
Gerum vær þakkir guði ávallt
og gefum oss helgum anda
heiðrum hann með hjartað snjallt
en höfnum illum vanda
faðir og sonr að frelsar allt
feginn vilda eg standa
honum til hægri handar.
27.
Blezaður drottinn bjargi oss
í burt frá lasta línum
fyrir þann dýra dreyra foss
er dundi af sárum þínum
þá líkami þinn var laginn á kross
lífs með þungum pínum
leys mig af löstum mínum.
28.
Himnafaðirinn hjartað mitt
hreinsa í tára flóði
þó brotið hafi eg boðorðið þitt
beint það mestr er vóði
sjaldan hefi eg við syndum kvitt
sótti að mér í hljóði
aumlegur illsku gróði.
29.
Dapur mun eg þá dauðans ör
hún dregst að hjarta mínu
nema dagsbrúnar dúfan snör
hún dragi mig undan pínu
þá fellur yfir mig feigðar kör
fylgi treysti eg þínu
lífsins ljósi fínu.
30.
Heyr þú skínandi skaparans höll
skrýdd hjarteignum einum
þér var guðdómsins gæfan öll
gefin með anda hreinum l
eið þú oss á líknar völl
og lina svó öllum meinum
sorg og synda greinum.
31.
Heilög Máría heyr þú mig
af hæstri miskunn þinni
að þú, brúðrin blessanlig,
bjargir sálu minni
enginn veit svó auman sig
ef ert þú honum í sinni
að hann ei myskunn finni.
32.
Brúður himnanna blessað víf
blóminn allra sveita
þú ert vólaðra hjálp og hlíf
hverjir sem til þín leita
sjá þú um mitt eð synduga líf
signuð brúðrin teita
eg óttunst kvölina heita.
33.
Hjálp þú, mildust Máría, mér
móðir himins og landa
þú ert grundvöllur gleðinnar hér
og gimsteinn heilags anda
frú Máría fögnuð ber
frels þú mig frá vanda
og snörum hins forna fjanda.
34.
Sæl Máría sjái til mín
só að eg komist úr nauðum
þá leikur um mig logandi pín
er ligg í eldi rauðum
en árar koma með ærslin sín
og æpa að mér dauðum
sjá þú til með snauðum.
35.
Gjarna vilda eg göfga þig
guðdóms höllin mæta
hafni í hæstan himna stig
hjartans vífið sæta
lofuð Máría láttu mig
löstu alla bæta
þá ýtar opt mér hæta.
36.
Fagnaðar blómstrið fagurt og frítt
fruktað gleðinnar efni
vek þú jafnan hjartað mitt
upp af dauðans svefni
en maklega fer þó mér sé strítt
og minna synda hefni
því að eg þunglega stefni.
37.
Hræddur mun eg þá heimrinn
líðr hverninn mér mun veita
þá drottinn kemr og dæmir blíðr
dróttir allra sveita
almáttigr guð eigi að síðr
á þig vil eg heita
og þinnar líknar leita.
38.
Dýrðar faðirinn, drottinn mætr,
dögling himins og landa
hjá guði Jésus guð minn sætr
geym þú mig fyrir fjanda
einkanlega þá er lífið lætr
láttu þinn helga anda
fyrir dauðans dyrunum standa.
39.
Sancte Ólafur signað blóm
skil þú mig frá vanda
hlíf þú mér við hörðum dóm
og hatri ens forna fjanda
þú munt mig draga úr djöfla klóm
og djarflega hjá mér standa
þú ert ljós og lækning landa.
40.
Drottin bið eg að dýrki þjóð
og dyggð hafi þér við alla
virða sveitin væn og fróð
víst með hjartað snjalla
sannlega megi þér þenna óð
Syndavísur kalla
hér skal hróðrinn falla.
Amen.