Fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brennu-Njáls rímur 4

Fjórða ríma

BRENNU-NJÁLS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Ég vil kyssa fljóðin flest
bls.14. árg. 2016, bls. 35
Bragarháttur:Úrkast – óbreytt
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Rímur
1.
Ég vil kyssa fljóðin flest
og flöskustúta
þótt mér reyndar þyki best
að þukla hrúta.

2.
Flosi kom að kveldi til
að kveikja í Njáli,
gerði stafna, þök og þil
öll þar að báli.
3.
Flosi af klikkun fékk þá snert
og flokkur peyja.
Njáll gat ekki nokkuð gert
þar nema deyja.
4.
Svo af Njáli síðar meir
var saminn róman.
Hér ég geri hlé á leir
með hausinn tóman.