Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brennu-Njáls rímur 1

Fyrsta ríma

BRENNU-NJÁLS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Æska mín var eymdarlíf
bls.14. árg. 2016 – bls. 33
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011 (prentað 2016)
Flokkur:Rímur
1.
Æska mín var eymdarlíf,
yfir því mig svekki.
Tíðum vildi ég tæla víf
en tókst það bara ekki.

2.
Nú skal segja nokkuð frá
Njáli á Bergþórshvoli.
Sveppum var hann aldrei á
og enginn drykkjusvoli.
3.
Yfirleitt hann inni sat
í einhver plögg að rýna
og bærilega barnað gat
Beggu spúsu sína.
4.
Svipljót, feit og sundurtætt
sýndist öllum frúin.
Fyrstu rímu hér skal hætt,
hún er loksins búin.