Ökuljóð (rússneskt) * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ökuljóð (rússneskt) *

Fyrsta ljóðlína:Áfram veginn í vagninum ek ég
bls.174
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Áfram veginn í vagninum ek ég
inn í vaxandi kvöldskuggaþröng.
Ökubjöllunnar blíðróma kliður
hægur blandast við ekilsins söng.
2.
Og það ljóð, sem hann ljúflega syngur,
vekur löngun og harmdögg á brá.
Og það hjarta, sem hert var og dofið,
slær nú hraðar af söknuði og þrá.
3.
Og ég minnist frá æskunnar stundum,
hversu ástin í hjarta mér brann,
meðan saman við sátum þar heima
þegar sól bak við háfjöllin rann.
4.
Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómar frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferða leiðum
þess er leitar að óminni og frið.