Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Stríðsmanns umkvörtun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aBBa
Viðm.ártal:≈ 1850

Skýringar

Hallgrímur Gíslason skráði kvæðið eftir Lbs 4370 8vo, bls. 124–125.
1.
Hér er leiðin hættu og villugjörn,
mæta hljótum mótlætinga hríðum,
meðan undir Krists blóðfána stríðum.
illa siðuð eru heimsins börn.
2.
Fjörið valt en fágæt stundleg ró,
vegur lífsins liggur mjór og tæpur,
leiðarstigur dauðans breiður, gnæpur,
misbjart fyrir manna sjónum þó.
3.
Ásteitinga steinar vinna tjón,
sælan heims og holdsins vélar trylla,
hafi þau sigur þá fer mikið illa,
vandi er að vera merkisþjón.
4.
Gömlum Adam gjörast boðin þung,
sem að forðum sjálfur Guð himnanna,
setti högum hverrar stéttar manna,
það er byrði bæði forn og ung.
5.
Til Rómverja talar postulinn;
að vér skulum allir holdið deyða
og í krafti skírnarinnar eyða;
lífs upp rísa líkt og frelsarinn.
6.
Af sjálfsdáðum enginn maður kann,
verkin guði vel þokkuð framkvæma,
veit ég ráð og látum oss það sæma,
biðjum hjálpar blíðann Guðsandann.
7.
Já! meðbróðir bið eg veikur þér,
að mig kraftur anda heilags styðji,
og svo dygða krónum verkin iðji,
gangi réttum Guðs á vegi hér.
8.
Brynjaður þoli, blíður í elsku og trú;
samviskunni hreinni mætti halda,
hljóta síðan dýrð um aldir alda,
þrautir borgar, þreyða leiðin sú.[1]


Athugagreinar

Stuðlasetning er hér nokkuð afbrigðileg þar sem fyrsta og fjórða lína eru sér um stuðla en önnur og fjórða stuðla saman og er því svo farið í öllum erindum.