Ær | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ær

Fyrsta ljóðlína:Ég veit það er farið að vora
bls.40
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Ég veit það er farið að vora
þótt vart sé ég deginum feginn
þegar kollótta kindin
kemur ofan veginn.
2.
með dilkinn í eftirdragi
dokar um stund við hliðið,
grípur strá upp úr steinum
strýkur af netinu ryðið –
3.
að eitthvað sé ekki með felldu
er mig farið að gruna
þegar hún allt í einu
er innan við girðinguna –
4.
eftir eltingu harða,
eftir baráttu grimma
bið ég þess beiskum huga
að bráðum fari að dimma.