Níunda ríma (brot) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ésúsarrímur 9

Níunda ríma (brot)

ÉSÚSARRÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Hástemmd ljóðin hefjum enn
bls.75–77
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Rímur
1.
Hástemmd ljóðin hefjum enn,
höfum góðar stundir,
reynið hljóðin, röskir menn,
rauli fljóðin undir.
2.
Drottinn lund þó legði ei við
lítt því mundi’ hann sinna.
Gaf þó stundum, greyskinnið,
glas og hrundir tvinna.
3.
Öskurauðir ýfa stél
ærusnauðir kónar.
Þessa kauða þekki eg vel,
það eru dauðans rónar.
4.
Illt mér grand þeir unnu í heim,
allt það stand ég man um.
Bið ég: Fjandinn fargi þeim.
Ég fel þá Andskotanum.
5.
Látum fletið fallast á;
frelsað getur draumur.
Mansöngstetrið þrýtur þá;
þögn er betri’ en glaumur.

=""> * * *
Silfri grýtti gólfið á,
gekk það lítt að vonum.
Mjög sér flýtti maður sá,
margt gekk skítt hjá honum.

Tók að hengja sjálfan sig,
svírann þveng um hnýtti.
Þó afdrif fengi’ hann leiðinlig
lát hans enginn sýtti.
– –
Blessað vesen hátt til hnés,
himna deshúsgróður,
líknartrésins frítt með fés
Frelsarinn Jesús góður.

Einskis dauðann virða vann,
vanur nauða standi.
Ljótir kauðar leiddu hann
líkt og sauð í bandi.

Dæmdum oss til aflausnar,
allra hnossa bestur,
Ránar blossa raftur var
rokna kross á festur.

Presta sálin ör til alls,
örg og hál að vonum:
Með sitt tál og trúarfals
þeim tókst að kála honum.

Skelkur flaug í sálar svið,
sérhver taug var fangin.
Ekki er spaug að eiga við
árans draugaganginn.

Öll veit borgin atburð þann,
eyðið sorg og voli;
árla í morgun upp reis hann
eins og Þorgeirsboli.


Athugagreinar

Fyrstu fimm tölusettu vísur rímunnar vantar alveg í útgáfu Iðunnar.
Næstu tvær vísur eru þær sömu og í sömu röð.
Þá eru síðustu sex erindi samsvarandi en röðin önnur. Sé gert ráð fyrir að þau séu merkt í útgáfu Sturlu: a, b, c, d, e, f er röðin hjá Iðunni: b, a, c, d, f, e.
Eini orðamunur í þessum sex seinustu vísum rímunnar er:
d.1 Presta] Klerka Iðunn.