Lóa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lóa

Fyrsta ljóðlína:Meðan sumarkyrrðin
bls.45
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Meðan sumarkyrrðin
kvæðum stafar holt og tún
syngur enginn dýrðin
dægrum saman nema hún.
2.
Undir þinni svörtu
silkitreyju býr það eitt
að kveða ljóðin björtu
bæði um Guð og ekki neitt.
3.
Út úr þínu hjarta
himingullið streymir enn
tónaflóðið bjarta
bæði fyrir Guð og menn.