Þú komst loksins heim* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þú komst loksins heim*

Fyrsta ljóðlína:Ég man er við lékum sem lítil börn
Heimild:Hnökrar.
bls.25
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég man er við lékum sem lítil börn
á lækjarbökkunum forðum.
Þú varst svo örlynd og gleðigjörn
með gáska í brosi og orðum.
2.
Bros þitt var hlýtt – kynti sál minni seið –
og svipur þinn heiður og fagur.
Bernska þín öll til enda leið
sem órofinn sólskinsdagur.
3.
Svo hvarfst þú í heimsins önn og ys
svo ung og barnsleg í háttum.
Þegar augað er næmast á glit og glys
varstu glapin – og rugluð í áttum.
4.
Þú komst loks heim eftir átta ár
í afdalinn handan við fjöllin
með bleikfölan svip og bliknað hár
og bros sem var kalt eins og mjöllin.