Hundadagakóngurinn 1809 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hundadagakóngurinn 1809

Fyrsta ljóðlína:Danaríki fleina fundi
Heimild:Andvari.
bls.38. árgangur 1913, bls. 131
Bragarháttur:Langhent – hringhent
Viðm.ártal:≈ 1800–1825
1.
Danaríki fleina fundi
frekt má víkja þessa tíð,
Ísfrón líka undir stundi
einum víking nokkra hríð.
2.
Rétti fjærri ránskap æfði,
rændi smærri og hærri mann,
titil stærri tók en hæfði, —
tjáist nærri guðlegan.
3.
Lífvakt jók af lastaþýjum,
líka tók upp varnarskans,
mæki skók í miðjum býjum,
myndaði bók um ástand lands.
4.
Mánuð jaga dirfðist drengi,
dýr sem klagar almúginn;
með háðung dragast hlaut frá mengi
Hundadagakongurinn.
5.
Masturshest um mjaldursdalinn
milding bestur sendi frí;
Jörgen presta vinur valinn
vansemd mesta hlaut af því.
6.
Sá vildi gleypa vald án laga,
frá virðing steypa höfðingjum,
fær nú reip við ramman draga
reyfður sneypulæðingum.