Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heyrðu hjálpin skæra | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heyrðu hjálpin skæra

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu hjálpin skæra
bls.162–168
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbcoc
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Kvæðið samsvarar helgisögu í Máríu sögu á bls. 314–317.
Sigurður Nordal gaf kvæðið út í heild eftir AM 721 4to með samræmdum texta í Íslenzkri lestrarbók 1924.
1.
Heyrðu, hjálpin skæra,
himnaríkis blóm,
mig tekr mörg að hræra,
mótgjörð viskutóm,
það er hin hæsta huggan mín
að dikta nokkuð, drottinsbrúðr,
um dýðarverkin þín.
2.
Mitt í Miklagarði
mektug hústrú réð,
ei við auma sparði,
það Jesús hafði *léð,
fágar hún með f‹le›stri dyggð
mjúka og skæra móður guðs
er minnkar alla hryggð.
3.
Þ‹a›r s‹tó›ð kurteis kirkja
og klénust Máríu s‹krif›t,
gjör með hagleik Grikkja
er gullhlaðs hafði nift
keypt með sínum fögrum fjám,
sa‹t þar form› hins sæta guðs
í sinnar móður knjám.
4.
Þessi en unga ekkja
átti fríðan svein;
nú mun b‹r›úði blekkja
bráðliga hörmung ein.
Serkja herr með sorg og stríð,
krist‹ið› fólk í keisarans land
.................................. tíð.
5.
Þeirra stríð ið stranga
styggir marga kvon,
falsarar þessir fanga
fríðan ekkju son,
hafa svo langt í heiminn út,
þröngva honum í þrældóms nauð,
og þoldi marga sút.
6.
Orkar ekki að vinna
jungi neina gjörð,
taka þeir svein enn svinna
og setja hann niður í jörð
í dýflissu djúpa þá,
ætla þeir að mannlig hönd
engi skuli honum ná.
7.
Sárliga syrgir heima
sveinsins móðir nú,
hrundin hvítra seima,
heitur á Máríu frú,
hverdagliga fyrir hennar skrift
kærir snót með hjartans hryggð,
hverju hún var svipt.
8.
Fór svo fljóðs um háttu
fimmtán daga í samt,
þrautir þyngja máttu
og þótti eigi skammt,
gengr fram fyrir guðdómsport,
sagði hún til sætri mey
svo sem hér er ort.
9.
„Þú ert það æsta yndi
sem englakóngurinn gaf,
hverr þann harminn fyndi
að huggaðir eigi af,
nema eg hrygg er heit á þig,
verlaus kvinnan, von mín sæt,
viltu ei heyra mig?
10.
Varla má nú sýnast
vorkunnlæti þitt,
ef svo skal sveinninn týnast
[sætast yndi mitt],
*eða ætli, meylig mynd,
að tregi mig ekki tigið barn
er tók eg það með synd?
11.
Hvort er skýrðir skipta
skilning þenna mér,
eg skal sætan svipta
syni í burt frá þér.
Skaltu hann ei fyrri fá
en lætur þú mig, lifandi hjálpin,
ljúfum sveini ná.“
12.
Skaparaskriftin hæsta,
skorin með stein og trjám,
ber hún barnið æsta
burt úr móðurknjám,
vefur að einum silkisveip,
í læstri kistu lýkur hún þann
er lífs úr faðmi greip.
13.
Nú er að segja frá sveini,
hann situr í löndin út,
honum er margt að meini,
mæddur í harmi og sút,
en ungi kennir eina nátt
ilminn þann sem inni var,
opnast húsið brátt.
14.
Í *dýflissu dimma
drottins móðir kemr,
minnkar myrkrið *grimma,
mildin þetta fremr,
ljós af henni lifandi skein;
meiði sýndist Máría döpr,
móðir talar við svein:
15.
„Mér var móður þinnar
mótgjörð harmi fylld,
elsku missta eg minnar
mest fyrir þína skyld,
son minn tók hún sjálf af mér,
fæ eg eigi í faðmi spennt
fyrr en náir hún þér.
16.
Gakktu um geymslur tvennar,
granda mun þér fátt,
far nú heim til hennar
og hraða þig sem þú mátt.“
Féllu af honum fjötrabönd,
heilan gjörði enn sjúka svein,
sællar Máríu hönd.
17.
Ferðast fleina meiðir,
fögnuður gekk í hönd,
heftast hvergi leiðir,
hvorki um sjó né lönd.
Frú Máría ferðum ræðr.
Garpurinn kemur í Greciam heim,
á garðinn sinnar mæðr.
18.
Svanninn sveininn unga
sér og þekkir hann.
Frelsast fljóð af þunga
og fram til kirkju rann;
huggan upp í hjartað sté.
Jesúm ber með yndisgrát
aftur í Máríu kné.
19.
Hver má skepnan skýra
eða skilning koma þar á,
hversu drósin dýra,
drottning heiðrar þá
er fyrir brúðar bræði grein,
lítilætið lofaði sjálft,
að leysa þenna svein.
20.
Lífsins lestir óðir
leika um hjartarót,
gjörum vér, göfgust móðir,
guði og þér á mót,
engi veit svo syndgan sig
..................... blessuð brúður,
að biðja hjálpar þig.
21.
Öllum oss þá deyjum,
jungfrú, vertu nær,
valin af verald‹ar meyjum
að verð›a móðir skær,
lausnara þess er líf gaf oss
fyrir það hold er fæddir þú
og festur var ‹u›p‹p› á kross.
22.
‹Fyrir› þá miskunn mjúka
er meyjar brjóstið sté,
græð þú sálu sjúka
þótt syndir kunni að ske,
leið þú oss í líknar hafn,
Maris Stella, móðir guðs,
makliga ber það nafn.
23.
Þú ert ein listug lilja
er lifir í drottins höll,
þínu valdi og vilja
veröldin lýtur öll.
Skepnan kennir skylda sig,
heiðarliga sem hjartað kann,
að heiðra og dýrka þig.
24.
Þú mátt huggan heita,
hjálp og miskunn kærst
allra sjúkra sveita, sjálfum drottni næst.
Þar sem öndin örvænt nær
þar til grætur þér fyrir knjám
að þína ásjá fær.
25.
Hvað má, sætlig sæla,
syndug tunga mín
mynda neitt eða mæla
um mildiverkin þín
þar sem englar, jörð og menn
fá þitt aldri fullgjört lof
þótt *fari til allir senn?
Amen.


Athugagreinar

Handrit:
A: AM 721 4to, bl. 23r–24r.
Frá því eru þessi handrit: AM 710a 4to, bl. 1–11 (afskrift Jóns Ólafssonar).
JS 581 4to, s. 68–77 (afskrift Hallgríms Scheving af AM 710a 4to).
Í Lbs 2166 4to eru tvær afskriftir kvæðisins. Aðra hefur Páll Eggert Ólason gert beint eftir A og stuðst við AM 710a 4to. Hin er eftir Jón Þorkelsson sem skrifar eftir Páli Eggert og JS 581 4to.
B: JS470 8vo, nr. 124 (skrifað á seinni hluta 18. aldar). Í því eru 17 erindi: 1–7, 11–18, 25 og 23.
Lbs 201 8vo, s. 278–285 (afskrift Páls Pálssonar eftir handriti í safni Jóns Árnasonar). Síðar hefur skrifari bætt við lesbrigðum úr uppskrift Shevings í JS 581 4to.
Lesbrigði:
2.4 léð] < lied B. lid A.
10.
erindi vantar í B.
10.4 [sætast yndi mitt] tilgáta Sig. Nordal í Íslenzkri lestrarbók. Línan hefur gleymst í A. [og særast hjarta mitt] tilgáta Jóns Þorkelssonar.
10.5 eða] < tilgáta Sig. Nordal í Íslenzkri lestrarbók en atkvæði ætti að vera langt (JH). ok A.
14.1 dýflissu] < diplitzu B. dyblizti (?) A.
14.3 dimma] B. grimma A.
(Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 162–168)