Soltinn á fjalli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Soltinn á fjalli

Fyrsta ljóðlína:Færðin er þung í snjó
Viðm.ártal:≈ 1950
Færðin er þung í snjó
á Holtavörðuheiði
og bílnum sækist seint
í sæluhúsið.
Það er mikið öryggi
að hafa talstöðina
í góðu lagi og geta kallað
eftir hjálp, ef eitthvað
verður að.

Svona ferð er eftir á
afar skemmtileg,
þegar allt fer að óskum,
og þessi var með fádæmum
eftirminnileg.
Við sáum á hjarninu
hvítan soltin ref,
sem auðvelt var að gabba
með sælgæti og brauði,
en auðvitað var þá kallað
niður í Fornahvamm:
– Halló, Fornihvammur,
hér ber vel í veiði.
Og Fornihvammur svaraði:
Ég kem.