Við Eyjafjörð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Við Eyjafjörð

Fyrsta ljóðlína: Fagurvaxinn gróður glampar
Heimild:Vökurím.
bls.30
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Fagurvaxinn gróður glampar,
glitrar dögg á blómahvarmi,
tíbrá móti himni hampar
Hrísey litlu á bláum armi.
2.
Hvílir jörð í blómabaði,
blundar drótt í koti og höllum
allt frá Kaldbaks konungs-hlaði
að Kristnesi og Möðruvöllum.
3.
Eyjafjörður er og verður
ævintýrið gulli skyggða,
enda best af guði gerður
gimsteinn allra landsins byggða.