Nú biðjum vér helgan anda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nú biðjum vér helgan anda

Fyrsta ljóðlína:Nú biðjum vér heilagan anda
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.Ivij–Iviij
Viðm.ártal:≈ 1550
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í: Sb. 1619, bl. 59; Grallara 1594 (á jólaföstu og öllum gröllurum síðan; s-msb. 1742. Lag fylgir í öllum gröllurum.
Páll Eggert Ólason gerir eftirfarandi grein fyrir sálmi þessum:
„Í sb. 1589 er fyrirsögn: „Nú biðjum vér helgan anda“. Bendir þetta á eldri þýðing sálmsins, enda er svo, og er þetta þýðing Gísla byskups Jónssonar (3. sálmur í kveri hans) á danskri þýðingu, „Nu bede vi den Helligaand“, á sálmi Lúthers, „Nun bitten wir den heiligen Geist“. Hefir Guðbrandur byskup tekið   MEIRA ↲

1.
Nú biðjum vér heilagan anda,
að vér mættum í kristiligri trú rétt standa.
Einn Guð að elska
og hann að kalla á,
helst í dauðans stundu,
þá vér heiminum förum frá.
– Kyrie Eleison.
2.
Þú verðuga ljós, gef oss þitt skin,
lær oss að kenna Jesúm Kristum allein
og hjá honum að vera,
vorum hjálparmann,
sem oss vill innleiða
í vort rétta föðurrann.
– Kyrie Eleison.
3.
Þú sæti andi, send oss þína náð.
Lát oss fá að halda þín elskulig ráð.
So vér mættum af hjarta
hvör annan elska,
í einum huga að vera
og í friði Krists að blífa.
– Kyrie Eleison.
4.
Þú hæsti styrkur í allri neyð,
hjálp, svo vér hræðunst hvörki skamm né deyð.
Og í voru sinni séum öruggir þá,
nær djöfullinn vill á oss stríða
og sálin skilst líkama frá.
– Kyrie Eleison.