Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þorlákshöfn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þorlákshöfn

Fyrsta ljóðlína:Þig hyllum við Þorlákur helgi
bls.241
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þig hyllum við Þorlákur helgi,
þótt högum og tækni sé breytt,
þíns nafns hefur verstöð hér notið,
þá náð hefur Guð henni veitt.
2.
Þú himneski faðir og herra,
við heitum uns líf okkar þverr,
að reynast þess verndarar verðir
sem var okkur settur af þér.
3.
Við búum við brimgnúnar strendur.
Vor björg er í hafdjúpið sótt,
um heiðríka hásumardaga
og heldimma skammdegisnótt.
4.
Við heitum á heilagan Þorlák,
í hamingju þrautum og sorg.
Á aldanna rústum og reynslu
skal reist okkar framtíðarborg.
5.
Ó, vernda þú veiðistöð þína
og vak yfir sjómannsins hag,
og leið þú hann heilan af hafi
til hafnar með feng sinn hvern dag.


Athugagreinar

Þessi texti var oft sunginn af Söngfélagi Þorlákshafnar og sumir vildu nefna hann Þjóðsöng Þorlákshafnar. Textinn var sunginn við lagið Í kvöld þegar ysinn er úti en um 1980 samdi Jónas Ingimundarson nýtt lag við erindin.