Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eitt kvæði guðhræddrar ekkju | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt kvæði guðhræddrar ekkju

Fyrsta ljóðlína:Á þig mædd eg minnunst
bls.bl. 265v–266v
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Eftirmæli

Skýringar

Kvæðið er ort af ekkju eða í orðastað hennar, þar sem hún syrgir eiginmann sinn. Enginn höfundur er nefndur í handritinu en upphafsstafir erinda mynda nafnið Are Ólafsson, sem mun vera hinn látni. Kvæðið hefur aðeins fundist í AM 148 8vo (265v–266v), sem var skrifað á síðari hluta 17. aldar undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar í Vigur (ártölin 1676–1677 koma fyrir í handritinu).
Þórunn Sigurðardóttir bjó til skjábirtingar.

1.
Á þig mædd eg minnunst,
minn fyrr ekta stallbróðir,
í nálægð Guðs nær finnunst,
náð drottins það ljósast er.
Hér til langar hjartað og sálu mína,
héðan að flytja úr heimsins neyð
frá hryggð og deyð
í himneska hjávist þína.
2.
Ritning satt mér segir
að sál þín er í dýrðarvist,
held eg þá heimvon eigi
hvörjir sem trúa á Jesúm Krist
og hlotið hafa heilagan skírnarsóma
og kvöldverð hafa Kristí þáð
með kærleiksdáð,
og burtför með þeim blóma.
3.
Eg var ung að aldri
til eignarkvinnu játuð þér.
Með blessan margfaldri
margt gott drottinn veitti mér,
og börnin ung með blíðu hjúskapsyndi,
forsorgun með fatanna nægð
og fjárs að þægð.
Mér lék þá flest í lyndi.
4.
Ó, hvað eðlagáfa
er það stór í veröldu hér
að una við heill þá háva,
með hjúskapsyndi gæddur er.
Eg má hrósa ástgjöf drottins þeirri,
þar sem hann gaf þig mér til manns
er miskunn hans
og útlát ótal fleiri.
5.
Ljúflegt barstu lyndi
og leiðst minn brest á margan hátt;
þín hegðan og hvörs dags yndi
hjartað mitt þig gjörði kátt.
Í umgengni varstu ætíð frómra manna
og sæmdarlega siðsemd barst
hvar settur varst;
kunnugir sögn þá sanna.
6.
Ár þín frá ungdómstíma
til æviloka teljast fróm;
ófús við stolta að stíma,
stefnlega féll þitt mál við róm;
heilræðin gafstu hvörjum er vildi þiggja.
Aldrei var þitt áform einn
ærlegan neinn
með orðum né straffi styggja.
7.
Foreldra frómra manna
finnst það ljóst þú sonurinn varst;
ærlegir orð þau sanna,
frá ungdóm góða hegðan barst;
iðinn og hollur embætti og kall að stunda,
sækjandi gagn til sjóar og lands,
er sæmd bar manns,
síðan eg minnst til enda.
8.
Sannorður í sögn við alla,
svo jafnglaður í ræðu og lund;
með öngvum ærugalla
í heilagra Guðs samfund.
Kirkjuna og orðið iðkaðir þú af megni,
almætti og dýrð Guðs um að tjá
ástvinum hjá;
guðhræddir vona eg því gegni.
9.
Signuðum drottni dýrum
daglega vilda eg þakka slíkt
af ástaranda hýrum,
með innilegri geðs auðmýkt;
því af honum koma allar dyggðir góðar.
Honum ber því sá heiður og prís
sem hér af rís
fyrir mætar menntir fróðar.
10.
Ó, hvað sæll samtöldum
sérdeilis ertu, vinurinn kær,
með englum og útvöldum
í eilífri vegsemd fagur og skær,
fyrir augliti föðurs, sonar og anda,
Beljals genginn böls á mis
fyrir blóðið Krists
sorgum sviptur og vanda.
11.
Ná til þín nú eg vildi,
nærvist Guðs að öðlast með
í himna gleðinnar gildi,
svo gæta eg hans vegsemd séð.
Eftir þeim tíma, ári og degi mig langar,
í eilífri sælu að una mér við
þann andar frið,
ekkert mig stríð þá stangar.