Stúlkuvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stúlkuvísa

Fyrsta ljóðlína:Gef mér koss og mundu mig
bls.96
Viðm.ártal:≈ 1875
Gef mér koss og mundu mig,
meyjan unaðskær!
Gef mér koss og mundu mig,
meyjan ástarvær!
Á meðan liminu lífsins í
leikur ástarblær,
og ekkert skyggir sólu ský
né skuggi líður nær.

Gef mér koss og gleymdu mér –
gengur yfir kvöld.
Gef mér koss og gleymdu mér,
grána himintjöld.
Ger mér koss og gakktu mér frá
að ginna annan svein –
ég er ekki að lasta þig, auðar gná
þú ert ekki svona ein.