Söknuður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Söknuður

Fyrsta ljóðlína:Meðan ljós í myrkri eygi
bls.41
Viðm.ártal:≈ 1975–2000
Tímasetning:1978
Flokkur:Tregaljóð
1.
Meðan ljós í myrkri eygi
mæni á eftir þér.
Þá er eins og eitthvað deyi
inni í brjósti mér.
2.
Hreyfilsgnýrinn hár og napur
hljóðna tekur brátt.
Héðan einn má halda dapur
heim í norðurátt.
3.
Það er lengi að líða stundin,
leiðin ömurleg.
Hugurinn er hjá þér bundinn
hátt á loftsins veg.
4.
Einn í myrkurs úða gjósti
áfram veginn rann.
Meðan þungt í þöglu brjósti
þráin heitust brann.
1978