SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Sígaunaljóð 3EinvígiBálkur:Sígaunaljóð
Fyrsta ljóðlína:Inni í miðju opnu gljúfri
Höfundur:Lorca, Federico García
Þýðandi:Kristján Eiríksson
bls.26–27
Viðm.ártal:≈ 2000–2025
Tímasetning:1928
Til Rafaels Méndez
1. Inni í miðju opnu gljúfriAlbacetu beittir hnífar glitra eins og fljótsins fiskar, fjandmanns blóði roðnir hnífar.
5. Skærra spila skjannabirtaskörpum grænum litum dregur reiðmenn eins og rökkurmyndir ríðandi á hestum ólmum. Ólífutrés uppi í krónu
10. aldnar konur tvær þar gráta.Villta óða víganautið veggi stangar tryllingslega. Svartir englar knýtis klúta koma með og bráðinn snjóinn.
15. Englar þeir með vængi víða,vængi af Albacetu hnífum. Til jarðar dauður Jóhann byltist, Jóhann Anton frá Montilla, gagnaugu sem granatepli,
20. glitrar holdið liljum vaxið.Hann á leið til dauðans dregur dýran kross af rauðum eldi. * * * Ólífu- úr skógar skugga skundar dómari með varðmenn.
25. Lognvær kyrrðin litast blóðilíkt og þögull nöðru söngur. — Þjóðvarðliðar, það sem gerðist á þessum stað er gömul saga. Rómverjar hér fjórir féllu
30. og fimm af þegnum Karþagóar.* * * Viti firrt af fíkjutrjánum, fyllist nóttin hlýju pískri uns hún hallar höfði þungu hægt að stungnum reiðmannslærum.
35. Og þá fljúga englar svartirinní vestrið rökkurbláa. Svartir og með síðar fléttur, svartir með ólífuhjörtu. Athugagreinar
2 Hnífar frá Albacete eru frægir um allan Spán og þykja bera af öðrum hnífum.
5–8 Skýra má þessar ljóðlínur svo að hin grimmúðlega barátta milli sígaunahópa eigi sér samsvörun í náttúrlegum fyrirbærum, eldingum, skýjum og rigningu, en vera má líka að þarna sé vísað til spilamennsk á hinu fræga græna teppi. 11–12 Orðtakið „að fara upp um veggi“ (subirse por las paredes) merkir að brjálast eða ærast í spænsku talmáli. 13–16 Bent hefur verið á að tilkoma englanna marki innreið í hinn himneska heim Sígaunaljóða. Þessir englar eru fyrirrennarar erkienglanna, heilags Mikkjáls, heilags Rafaels og heilags Gabríels, og þeir eru svartir með vængi eins og hnífa í laginu af því að þeir koma til að aðstoða menn í einvíginu. Jafnframt má kannski líta á þá sem eins konar goðmögn, skýjaklakka sem taka á sig svipmót svartra engla með sínum stóru skínandi egghvössu vængjum. 21–22 Hér er dregin upp eldleg mynd af dauða Jóhanns Antons. 27–30 Kaldhæðnisleg útskýring á venjulbundnum atburði meðal sígauna. Með skírskotun til Rómverja og Karþagómanna dregur skáldið fram megineinkenni Andalúsíu, hina ævarandi samkeppni á milli flóðbylgna ólíkra innflytjenda. 31–34 Kvöldið, persónugert sem kona, endurspeglar hinn erótíska kraft sem knýr sígaunana áfram í eilífri baráttu sinni. |