Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Haustvísur til Máríu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haustvísur til Máríu

Fyrsta ljóðlína:Máría, ljáðu mér möttul þinn
bls.84–85
Viðm.ártal:≈ 1950–1975
1.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mæðir hretið skýja;
tekur mig að kala á kinn,
kuldi smýgur í hjartað inn;
mér væri skjól að möttlinum þínum hlýja.
2.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mærin heiðis sala;
að mér sækir eldurinn,
yfir mig steypist reykurinn;
mér væri þörf á möttlinum þínum svala.
3.
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
Móðir, breiddu mig ofan á,
svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi.