Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur

Fyrsta ljóðlína:Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) OoOaabOb
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1934

Skýringar

Ýmsar útgáfur hafa verið í gangi af tilurð þessa ljóðs og lagsins sem Karl O. Runólfsson samdi við það. Sigríður Schiöth tók af allan vafa um það með grein sem birtist í Morgunblaðinu [stytt hér, sjá vísun í stafræna heimild]:
Árið 1932 kom á [Berklahæli Norðurlands í Kristnesi] ungur maður frá Húsavík, Valdimar Hólm Hallstað að nafni. Hann var prýðilega hagmæltur og var sí og æ að yrkja vísur og smákvæði og sagðist hann ekki hafa alltaf skeytt um að setja nafn sitt við kveðskapinn. Voru þessar vísur vinsælar og skrifaðar   MEIRA ↲
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.