Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ávarp frá söfnuðum Stóranúps- og Hrepphólasókna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ávarp frá söfnuðum Stóranúps- og Hrepphólasókna

Fyrsta ljóðlína:Vor faðir í anda, vor fræðari kær,
Heimild:Fjallkonan.
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Heiðursgjöf. Nokkrir helztu bændurnir i Stóranúps- og Hrepphólasókn færðu 8. þ. m. Sóknarpresti sínum, Valdimari prófasti Briem, heiðursgjöf frá söfnuðum hans í minning þess, að hann hafði þá verið prestar þeirra 25 ár. Var í fyrstu tilætlað að velja til þessa prestvígslu afmæli hans, en til þess varð of naumur tími, og var því síðar valið afmæli innsetningar hans í embættið. Gjöfin var skrifborð með tilheyrandi stól og saumaborð handa frú hans. Gripina hafði Björn kaupmaður Kristjánsson keypt erlendis, og eru þeir mjög fagrir og vandaðir. Heiðursgjöfinni fylgdi ávarp frá söfnuðunum; það var í ljóðum og fagurlega skrautritað. Það hljóðar þannig:
1.
Vor faðir í anda, vor fræðari kær,
vor foringi á kristindómsvegi!
með virðingu´ og elsku þig ávörpum vær
á embættis-minningar degi.
2.
Því aldar um fjórðung í embættis sess
þú oss hefir helgað þinn starfa,
sýnt oss alúð og kærleik í ástundun þess,
sem oss er til sannastra þarfa.
3.
Sýnt göfugleik, viturleik, góðvild og snilld
í gjörðum og háttum og ræðum,
haft andlega þroskandi áhrifin mild
með andríkum, hjartnæmum kvæðum.
4.
Vort ávarp er þakklætis innilegt mál,
i einu hið marga þó tínum,
og blessunaróskir frá sérhverri sál
í söfnuðum hjartfólgnum þínum.
5.
Vér óskum að votta það verklega nú,
þinn verðleiki’ að dyljist oss eigi,
og biðjum að minjagrip meðtakir þú
til minningar prestvígsludegi.
6.
Nú gleðji og blessi þig drottinn i dag,
og dag hvern á meðan þú lifir,
hann blessi þína’ ástfólgnu, blessi þinn hag,
hans blessun sé starfi þínu’ yfir. (Br.J.)