Vormenn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vormenn

Fyrsta ljóðlína:Vormenn Íslands! Yðar bíða
bls.173–175
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Yfirskrift: Tileinkað „Ungmennafélögum Íslands“.
1.
Vormenn Íslands! – Yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi’ að skrýða
Skriður berar, sendna strönd.
Huldar landsins verndarvættir
vonarglaðar stíga dans,
eins og mjúkir hrynji hættir,
heilsa börnum vorhugans.
2.
Ungra krafta’ og gáfna glæðing
göfgi’ í hugsun, verki, list,
íslensk þjóðar endurfæðing,
Ísland frjálst – og það sem fyrst!
– Þetta’ er helgum rúnum ritað,
röskva sveit, á skjöldinn þinn!
Fegra merki geislum
glitað Getur ekki himininn.
3.
Hér er þunga þraut að vinna,
þú átt leikinn, æskuher!
Sjálfsagt muntu síðar finna
svalann blása móti þér.
En úr því að þinn er vakinn
þróttur, vilji, megintrú,
verðurðu’ ekki af velli hrakinn, –
vísum sigri hrósar þú.
4.
Farðu’ um móðurmálið höndum
mjúkum bæðí’ í ræðu’ og söng!
Fjallkonunnar láttu löndum
lýsa gullna ennisspöng!
Frjáls og djarfur stattu í stafni,
stýrðu beint og sveigðu’ ei af,
svo þeir kenni’, að kónga jafni
knerri þínum sigli’ í haf.
5.
Láttu aldrei fánann falla!
Fram til heiðurs stigið er.
Hver sem vill má hrópa’ og kalla
hæðnisorð að baki þér.
Seinna’ á þínum herðum hvíla
heill og forráð þessa lands,
þegar grónar grafir skýla
gráum hærum nútímans.

6.
Vormenn Íslands, vorsins boðar,
vel sé yður, frjálsu menn.
Morgunn skógar’ og rósir roðar,
rækt og tryggð er græðir senn.
Notið, vinir, vorsins stundir,
verjið tíma’ og kröftum rétt,
búið sólskært sumar undir
sérhvern hug og gróðurblett.