Margar hef eg meyjar séð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Margar hef eg meyjar séð

Fyrsta ljóðlína:Margar hef eg meyjar séð
bls.391–392
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Margar hef eg meyjar séð
manna að brjósti fljúga
og þeim ástar unan með
yndi af vörum sjúga.
Þessar mær eg síðan sá
sínum örmum vefja
annan guma og glaðar þá
guð til vitnis krefja:
2.
Að fyr hafi aldrei þær
unnað manni neinum,
sá hinn eini sé þeim kær,
sem nú faðmi’ í hreinum
haldi þær og hjarta að
heitu af ástum vefji,
og í heim að ei sé það,
er elsku þeirra kefji.
3.
Úr heimi tryggðin horfin er,
hvar á eg að leita
þess, er fullnægt fái mér?
ei fegurð má það veita.
Enginn trúi auga blá,
er þar dauðinn vissi,
við bana skjótt sá búast má,
sem blóma varir kyssir.
4.
Ó! þið bláu augu skær,
yndið mesta á svönnum!
úr yður lýsa logi tær
löngum sýnist mönnum;
því hver gæti haldið hitt
í himinbláma að frúa
hefði ótryggð hælið sitt
og hún þar mætti búa.
5.
Því, er loks eg dapur dey
úr dimmu harma sæti,
engin vil eg að þá mey
ásta tárum væti
hina lágu grænu gröf,
er grasi fögru þakin
hylur eftir heimsins töf
hjúpinn sálar nakinn.