Ástín mín elskulega | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ástín mín elskulega

Fyrsta ljóðlína:Ástín mín elskulega
bls.37
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) AAAbbb
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Ástin mín elskulega,
ó, hvað ég lengi trega
yndið þitt alla vega!
Ótrauður langan stig
færi eg að finna þig,
fundur sá gleddi mig.
2.
Ó, að eg mætti um eina stund
augunum lykja sem í blund,
halla höfði mínu
hægt að brjósti þínu,
og svo langt frá leiðri drótt
lofa þig bæði dag og nótt!