Minni Ingólfs landnámsmanns | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minni Ingólfs landnámsmanns

Fyrsta ljóðlína:Fyrr hafði frægan sið
bls.213–214
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) aabcccb
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:7. ág. 1874

Skýringar

Við þúsund ára hátíð Íslands í Kaupmannahöfn 7. ágúst 1874.
1.
Fyrr hafði frægan sið
fornmanna göfugt lið
>sævar um slóð:
norður fór langa leið,
leiðar sem stjarnan heið
lýsti þeim, skjölduð skeið
>Skekkils um flóð!
2.
Ein sat hún úti þar,
eldjöklum faldin var,
>fjallkonan frið!
Naddodds og Garðars grund,
glitruðu tár um hrund,
beið eftir Flóka fund
>frystin um hríð!
3.
Ægileg öll í ver!
uns hana festi sér
>vinur óveill:
landnáma mestan mann
megum vel heita þann,
fyrstur sem foldu vann
>fastráðna heill!
4.
Æ mun við Íslands byggð
æðstur að frægð og dygð
>Ingólfur einn!
oss fyrir augu bar
aldrei neinn meiri þar,
skýgður hans skjómi var,
>skjöldurinn hreinn!
5.
Þú, fornmanns mikil mynd
mjallhvítan jökultind
>stórvaxinn við !
minning þín mæt oss skal,
meðan fjöll girða dal
og fleytir vindur val
>við jökulrið!