Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Skógarrunnur skalf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skógarrunnur skalf

Fyrsta ljóðlína:Skógarrunnur skalf því fugl
Höfundur:Petöfi, Sándor
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Skógarrunnur skalf því fugl
þar skjótur tyllti sér.
Eins skalf mitt hjarta hrært
er hvarfstu í huga mér.
Þú hvarfst í huga mér,
þú hjartans kæra mey,
þú vænsta gimsteins val
á víðri heimsins ey.
2.
Fullt svellur Donár fljót
svo flóðið yfir ber,
eins svellur hjartað ungt
áfast í brjósti mér.
Eg spyr þig: Anntu mér?
Eg ann þér, rós mín, heitt.
Ei faðir, móðir má
við mig þar jafnast neitt.
3.
Víst man eg vel þinn yl
á vorum síðsta fund.
Þá brosti blíðast vor,
nú byrgir vetrarstund.
Ef þú ei annt mér enn –
þú æ samt blessast skalt.
En ef þú annt mér, þá
um eilífð þúsundfalt.