Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ólund | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólund

Fyrsta ljóðlína:Rennið út í Ránar haf
bls.378
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Rennið út í Ránar haf,
ræfils ævidagar,
legg eg brotinn stuðnings staf
við strauma öldu lagar
og mig set á unnar stein
einn með harminn djúpa,
ó! þú gleymska öll mín mein
og endrminning hjúpa!
2.
því að æsku yndi mitt
allt er burtu horfið;
mér hefr, heimur, helið þitt
að hjarta ungu sorfið.
Eg mér fleygði í æsku draum
óður þér að barmi,
barst svo fram í báru straum;
blundaði í ævifarmi.