Hvar er allt sem unni eg? | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvar er allt sem unni eg?

Fyrsta ljóðlína:Hvar er allt, sem unni eg
bls.376
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Hvar er allt, sem unni eg,
hvar er ásta gleði?
einn eg ráfa um æviveg,
er mér þungt í geði,
alla staði auða lít
eg, en hjartað stynur:
hvar er meyjar mundin hvít?
mey! þía saknar vinur.
2.
Löngun sú, sem leiddi mig
lauf- að -skála þessum,
mey! hví leiddi ei líka þig
að laufgum blaða sessum?
Enn eg finn að ástin mín
á í kyrrð að þreyja,
uns þó fjör og ævi dvín
aldrei skal hún deyja.
3.
Aftur líf og aftur fjör
inn í hjarta streymir,
burt er hrifin banaör,
brjóstið eina geymir
þína mynd, ó ! þú ert ei
þá um æfí mína
frá mér horfin, fagra mey
fann eg ímynd þína.
4.
Farðu burtu frá mér því,
fúli dapri leiði,
blessuð ástin byrjar ný,
brosir sól í heiði.
Ónýtir mér eigi þá
ævidagar vóru,
fyrst að guð mér gaf að sjá
gæfublysin stóru.
5.
Ojá, meyja, ann eg þér
um aldurdaga mína;
sælan þessi einstök er,
aldrei skal hún dvína.
Einn eg fer og ætla þín,
unga mey! að leita,
vona, að guð og gæfan mín
gleði muni veita.