Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Óráð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Óráð

Fyrsta ljóðlína:Vindurinn þýtur og veggina ber
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:136–137

Skýringar

Fjórliðir og jafnvel fimmliðir standa víða í þríliðar stað í ljóðinu.
1.
Vindurinn þýtur og veggina ber.
Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér.
2.
Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín,
og biddu hana að geyma vel barnagullin sín.
3.
Segðu henni Hervöru, að ást mín lifi enn,
en hjartað sé að þreytast og hætti víst senn.
4.
Segðu henni Hervöru, að hún hafi það átt
og heyri í stunum þínum þess síðasta slátt.
5.
Og segðu henni Hervöru að signa mína gröf,
það verði mér látnum sú þægasta gjöf.
6.
Ef Hervör mín var draumsjón og hún er ekki til,
kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl.
7.
Vindurinn þýtur og veggina ber. –
Bráðum fær hún Hervör mín boðin frá mér.
8.
Vindurinn þýtur og veggina ber. –
Finnið þið ekki kuldann á fótunum á mér?