Í val | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í val

Fyrsta ljóðlína:Riddarinn hallast við brotinn brand
bls.133–134
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) oaoa
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bærist hans kalda vör:
„Nú er dauðinn að nálgast mig,
nú er mér horfið fjör.“
2.
Riddarinn hallast við brotinn brand,
blæðir hans djúpa und:
„Lífið var áður svo ljómandi bjart,
nú lokast hið hinsta sund.“
3.
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bleik er hans unga kinn:
„Ekki er ég vitund hræddur við hel,
en hefndu mín, vinur minn!“
4.
Riddarinn hallast við brotinn brand,
bíður hans mannlaust fley:
„Ég ætlaði að vinna mér fé og frægð
og festa mér unga mey.“
5.
Riddarinn hallast við brotinn brand
brosir svo hægt og rótt:
„Kóngsdóttir fyrir handan haf,
hjartað mitt, góða nótt!“