Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Iðjuvísa Bjarnar í FlöguFyrsta ljóðlína:Nú þó höldar heysafn lítið fái
Höfundur:Bjarni Gissurarson
bls.88–91
Viðm.ártal:≈ 1650–1700
1. Nú þó höldar heysafn lítið fái,Björn í Flögu berst sem tröll bæði við þurrk og harðan völl. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
2. En þó gras í gröfunum varla sjái,slátturinn ekki slær honum feil, slæmir hann allt úr hvörri geil. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
3. Í vinnu enginn vona ég Birni nái,eins og svalan upp á fót er hann strax fyrir dægramót. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
4. Þó upp frá morgni og allt til kvölds sig þjáiverkastarfi ströngu í, stynur hann ekki út af því. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
5. Í grasi lágu gjörist nú lítill hrái;skaka þussar skeggin ljót, skýfir Björn þau niður við rót. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
6. Þó höldar öngvir hjá honum Birni sláitöður og engjar út í leir upp hann vinnur fyrri en þeir. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
7. Þó hauðrið allt með hrísi og vötnum gljáialla daga er hann að slá eins og væri í baðinu þá. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
8. Þó upp í bakka allar spíkur máiá sumri hvörju sex og tvær, sorgar hann lítið eftir þær. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
9. Ef blundi fugla bregður á hvarmaskjáihjálpar Birni hvíldin sú þá hinir sofa dægurin þrjú. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
10. Á soddan manni sýnist mér nökkur bráisem vinnur einn við aðra þrjá allt það búinu gagna má. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
11. Birni ókær er klæðarokkurinn bláiframar en sauðlit söluvoð, sú gjörir honum meiri stoð. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
12. Þó komi á haustin kláfurinn augnagráiBirni lítið brá við það, ber hann þá hrís og timbrið að. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
13. Þó veturinn grimmur vinda og fjúkin þráiljósa á milli er Björn í beit, byljum vanur í Skriðdalsreit. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
14. Hagli og drift þó himinninn ofan sái,hylji bæði holt og gil, hefur björn þá rekuna til. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
15. Byrgist fold þá býtir hann mörgu strái,lífgar naut og lambið snart, líka gefur hann hneppið margt. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
16. Ef uppá fjöllum auður er nokkur flái,nú er hann þar með hund og hjörð þó hylji gaddurinn alla jörð. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
17. Fjár þó missan mörgum víða kl[j]ái,hrossin falli og koltni kið, kannast Björn þar sjaldan við. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
18. Sauði og lömbin samt þó skollinn hrjáieitur og boginn er til strax af honum Birni kominn til lags. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
19. Björn um kringir barnaflokkurinn smái;húsforsjónin hentar best, hann þau fæðir og margan gest. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
20. Sjö eru börnin, sannlega eg það tjái;Flaga er Birni lítil léð, leiguna geldur og skattinn með. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
21. Letingjar vorir vil eg að Birni gái,húsgangsblóðin lukkulök, lítt hefur hann við þessa mök. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
22. Um iðju Birni er þó að nökkur hái,öfundin lærði ókost þann, aldrei jafnast þeir við hann. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
23. Eg sem fleiri um það löngum spái,beri hann út úr Flögunni fans, fær hún aldri líkann hans. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
24. Meiri er Björn en mærðarfengurinn sljái,kosti hann so kunni að tjá að komist þar nökkur líking á. Kemur hann enn með kolatösku og ljái.
25. Iðni Bjarnar út eg þanninn kljái;breiðist yfir hann blessan klár, byggi eg honum so þetta ár. Hann kastar ljá, því kominn er jarðardái. |