Í landsýn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í landsýn

Fyrsta ljóðlína:Tinda fjalla / eg sé alla
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.4–6
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) AAbAbAAbb
Viðm.ártal:≈ 1850
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Tinda fjalla
eg sé alla
upp úr sjá,
hamrastalla
og björgin blá;
hvítra skalla
hreinan mjalla
hríslar geislum á
sunna sævi frá.
2.
Þegar síðast
sæluhlíðar
sá eg þær,
sem nú þýður ber að blær,
gleðin flýði,
harma hríðin
hraut á kinnar tvær, –
land tók sollinn sær.
3.
En þá líta
eyju hvíta
aftur má
faldi ýta upp úr sjá
harmur þrýtur,
fögrum flýtur
í fegins tárum brá,
barni Íslands á.
4.
Ennisháa,
brúnabláa,
björt og hýr,
móðir áa minna dýr!
lát mig hjá þér
lifa, og dáinn
leggja bein, þá flýr
æðar ylur hlýr.
5.
Ef úr mér hvolast
andargolan
á í sjá,
eftir þolað stríð og stjá:
láttu skolað,
bára, bol að
björgum háum þá,
feðra fjöllum hjá!
6.
Líkams böndum
losuð öndin
lætur þá
sævar ströndum sveimað hjá:
fjöll og löndin,
logabröndum
leiftruð, speglast sjá
skoðar skýi frá.