Undir dalanna sól | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Undir dalanna sól

Fyrsta ljóðlína:Undir dalanna sól
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) oaoa
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1958
Fyrirvari:Eftir að samlesa við frumheimild
1.
Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð,
hef ég unað, við kyrrláta för.
Undir dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð,
ég hef leitað og fundið mín svör.
Undir dalanna sól, hef ég gæfuna gist,
stundum grátið, en oftar í fögnuði kysst,
undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból
og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól.
3.
Undir Dalanna sól, man ég dalverjans lönd
eins og draumsýn um átthagans rós.
Undir Dalanna sól, fann ég heitfenga hönd
eins og heillandi, vermandi ljós.
Undir Dalanna sól, geymir döggin mín spor,
eins og duldir er blessa hið náttlausa vor.
Undir Dalanna sól, hugsjá hjartans ég vann
og ég hlustaði, skynjaði, leitaði og fann