Noregs minni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Noregs minni

Fyrsta ljóðlína:Arinbjarnar fóstrfold
bls.154–156
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874
1.
Arinbjarnar fósturfold,
fornkonunga móðir,
Ingólfs dýra móðurmold,
mætu feðra slóðir!
Þín skal minnst í óði enn,
arnarflug og huga
til þín rekja mætir menn
meðan lýðir duga.
2.
Hvar í heimi höfum séð
höfuðskáldin meiri,
eða hærri hauks með geð,
hildingsefnin fleiri?
Þinna fjalla feikna-mál
fer með himinröndum
meðan lifir manns í sál
mærð í öllum löndum!
3.
Fyrst eg tel og frægstan þar
forna skáldið eina,
Starkað, hinn er stýrir var
stærstra bragargreina:
kvað í hilmis höllu ljóð,
hin er öld ei gleymir
mikilúðleg, máttug þjóð,
meðan lægir streymir!
4.
Þaðan hófst við hjörva gná
hugarmál að festa,
Úlfr bæði og Erpur þá
óðinn skópu mesta;
æðra brag en Bragi skáld
brögnum englnn færði,
Þjóðólfur við Sónar sáld
sögur fornar mærði.
5.
Þorbjðrn hátt um hilmi kvað
„Hrafnamálin’’ snjöllu
hornklofi, sem hróðrar glað
hleypti um bragarvöllu!
Ölvir hnúfa heitinn var
höfuðskáld með lýðum,
„og illa skældinn“’ Auðunn bar
æðst þó lof og tíðum.
6.
Fór svo orð um fjöll og dal
frægð að auka þína,
skírast væri skáldatal
skötnum langt að tína!
Goðorm saga sannan tér
sindra bragar stilli,
og æðstan ljóða örninn hver
Eyvind skáldaspilli!
7.
Svo stóð allt, uns hetjan hné,
hróðr um vegu þína:
Haralds önd af hauðri sté,
hann tók þá að dvína!
Get eg þó við grjótið enn
gneistinn lifi forni,
sem að fyrri fundu menn
frægðardags að morgni:
8.
Arinbjarnar fósturfold,
fornskáldanna móðir,
Ingólfs dýra móðurmold
mætu Dofra slóðir!
Þangað enn þín liggi leið
lofs að bestum ströndum,
þar sem blikar hugum heið
„Haralds önd yfir löndum’“.