Krummakvæði (hið skemmra) eða Ein kvæðis baga | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Krummakvæði (hið skemmra) eða Ein kvæðis baga

Fyrsta ljóðlína:Krumminn á skjánum
Heimild:Andvari.
bls.3. árgangur 1976, bls. 164–166
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AAABBAcc
Viðm.ártal:≈ 1675–1750

Skýringar

Í Andvara segir:
Kvæði þetta hittist með ýmsum afbreytingum, og er það helst í tveim flokkum. Eldra kvæðið og styttra er ritað á kveri með hendi síra Ásgeirs Bjarnasonar í Ögurþingum; það er kallað stundum Bergsbók í safni Jóns Árnasonar; einnig í bók frá Þingeyrum, sem Runólfur Olsen átti, og heitir þar „krummakvæði„; en í Bergsbók er þab kallab „ein kvæbis baga“.
Ásgeir Bjarnason var prestur til Ögurþinga um miðja 18. öld þannig að Bergsbók þessi er ekki Holm perg 1 fol (Bb) frá 15. öld. Viðmiðunarártöl eru ágiskun út frá því hvenær Ásgeir var uppi. Fleiri Krummakvæði og lausavísur eru til með þessu viðkvæði.
[xmViðkvæði:
>Krumminn á skjánum
>kallar hann inn
>gef mér bita af borði þínu, bóndi minn
1.
Hann á morgna heiman flýgur,
harðlega ofan til jarðar stígur,
þessi hinn ljóti lymsku gýgur
lýkur upp góma sánum,
>krumminn á skjánum,
orðin þessi af honum hnígur
oft og mörgum sinn:
>Gef mer bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
2.
Svángur hefi’ eg setið í björgum
sannlega nærri öðrum vörgum,
er eg því af manni mörgum
meiddur oft með trjánum.
>krumminn á skjánum.
Helst af þessum hætti örgum
hýru enga’ eg finn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
3.
Harkan mikil og mjöllin hvíta
mig hefir viljað fastara bíta,
það mega kaskir kappar líta
kalinn er eg á tánum,
>krumminn á skjánum.
Af því verð eg sárt að sýta
svo ber eg bleika kinn.
>Gef mer bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
Bóndi:
4.
Þarftu ekki að masa meira,
mig eður láta til þín heyra,
eg skal þig bæði berja og keyra
burt af rjáfur-skjánum,
>krumminn á skjánum.
Blóðið þitt mun dynja og dreyra,
dofnar hold og skinn.
>Gef mer bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
5.
Folöld og lömbin falskur pínir,
flestum trúi’ eg þú ódygð sýnir,
af merunum frá eg þú maulir og tínir
makkann upp úr hánum,
>krumminn á skjánum.
Þjófgefinn á bragna blínir
þá borið er slátur inn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
Hrafn:
6.
Betri’ er þögn en þessi ræða,
þig vil eg ekki í orðum mæða,
farðu’ að vanda fram að snæða
farðann ofan af sánum,
>krumminn á skjámum,
eg er fús að fara að græða
fénaðarmanninn þinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
Bóndi:
7.
Þú skalt ekki lifa lengur
lymskufullur sultardrengur!
— Bóndinn út úr bænum gengur
og brytjar hann með ljánum.
>krummann á skjánum.
Þannig endast þagnar strengur
þyl eg ei meira’ um sinn.
>Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!