Rímur af Gretti Ásmundarsyni – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Gretti Ásmundarsyni 4

Rímur af Gretti Ásmundarsyni – fjórða ríma

RÍMUR AF GRETTI ÁSMUNDARSYNI
Fyrsta ljóðlína:Fjórða verður frosta skeið,
Heimild:AM 611d 4to.
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
Fyrirvari:Ófullskráð

Skýringar

Einnig er stuðst við Lbs 2323 4to.
Ríman hefur aldrei verið prentuð. Lestexti þessi er unnin á grundvelli stafréttrar uppskriftar Evu Maríu Jónsdóttur á handritatexta.
1.
Fjórða verður frosta skeið,
ur fræða nausti hrærð á leið,
fram um miðin yggjar aug,
útbúinn í loðins laug.
2.
Brött í vegi brekka er,
en byrði þung á herðum mér
því feta’ eg löngum furðu smátt,
fram vil eigi ganga brátt.
3.
Um ruglur nokkrar ræðist hér,
ræki þjóð til nota sér,
alt hvað æru auka má,
en ósiðugum sneiða hjá.
4.
Haldi menn svo hægt af sér,
heimsins blíðan fallvölt er,
veltist um þá varir minnst,
víða til þess dæmi finnst.
5.
Raun er betri að rætist góð,
en eða drafl með stoltum móð,
því mannorðið er uppi um allt
þó andar missi en holdið kalt.
6.
Í annan máta ætti hvör,
ástunda það bauga bör,
vinastoðina verka sér,
því vígi traust hans reiknað er.
7.Líf úr hættu leystu þeir,
lýda oft, það vitnast meir,
heldur en kann í hróðra skrá
hermast litlri stundu á.
8.
Vinir og frændur veittu lið,
virða keyptu oft í frið,
spöruðu hvorki orð né auð,
ýta fékk sá brátt frá nauð.
9.
Einkum skildi enginn hér,
of mjög treysta sjalfum sér
að voga framar en hæfir hóf,
á hreysti sinnar örðugt próf.
10.
Margur hefur þar kennt af kalt,
þeir komu í þraut og fleygðust hallt,
seggir misstu sæmd og féð,
sumir lífið einninn með.
11.
Einkum tel það ýtum ráð
að því fengi sér hver gáð,
hverja þeir binda hylli við,
heimrinn brúkar ýmsan við.
12.
Aldrei hlýst af illum gott,
oftast gefur þeim reynslan vott,
vonda veiðin út sér af,
ávöxt hvergi fínan gaf.
13.Máltak gamalt manna er
mun það og svo reynast hér,
ókennd vara fólkið fé,
firrir oft þó glysleg sé.
14.
Aðhlaupandi ókenndan
er forboðið, sérhver mann,
inntaka sem engan skil
á veit hinn þar hætti til.
15.
Mörgum reynast máta í,
mun hér verða raun á því,
óðurinn sem eftir fer,
áður en dvín það kunngjörer.
16.
Hrekkvís maður heillri borg
hefur oft komið í neyð og sorg,
verða má hér vitnist eitt,
vík eg því til sögunar greitt.
17.
Við var skilið þar vísan reið
vita kvaðst Björn að þessa sneið,
Grettir styngi greitt að sér,
gramdist mjög og þanninn tér:
18.
Hafi sá eik af öðrum skefr,
enn kom tíð sá hefnda krefr,
Björn og Grettir, þegnar þeir,
fyrir Þrándheims minni hittust tveir.
19.
Gilda vísu Grettir) kvað,
gaman mun mörgum þykja það,
heyra hverninn hljódar sú,
hann tók svo til orða nú:
20.
Ígultanna eg unnið gat,
orðs lét á því forðum pat,
feld reif hart af holdi hann
hugstríður þó mjög síðan.
21.
Bands olli því bolli þá,
baldr enn nú skal gjalda fá,
oft þykist eg ei þar um,
allhælinn með kappmælum.
22.
Mælti Björn og seigir oft sé,
sakir stærri bættar fé,
ansaði Grettir allfáer,
öfundar brögðin gjörðu mér.
23.
Eg vil heldur eigi fé,
af þér þiggja fyrir það spé,
bleyðiorð nú ber eg á þig
ef berjast þorir ei við mig.
24.
Nauðugur hlaut að verða við,
veittist lítil hefndar bið,
Grettir þreif sitt góða sax
og garpinn hjó til heljar strax.
25.
Grettir þegar til Þorfinns reið,
þar í milli langt á skeið,
sveinn Jarl bónda sækja lét,
sem eg fleiri verða get.
26.
Hérandi bróðir Björns er nefndr,
byrstur kom fyrir jarl og stefndr,
bera kvaðst mundi barma sinn,
í bauga sjóði aldrei hinn.
27.
Sat um þegninn sagður drengr,
sá kom dagr að Grettir gengr,
um garðs hlið eitt og grind frá dró,
garprinn honum á herðar sló.
28.
Háls út undir herða blað,
hörðum renndi benja nað,
hinn snýst við og hrotta brá,
svo Hérandi dauður eftir lá.
29.
Jarlinn stefndi þing um þá,
þó komust sættir eigi á,
því Þorfinn með sæmdar sið,
sýndi Grettir jafnan lið.
30.
Björns og Héranda bróður þann,
bókin Gunnar nefnir mann,
sat um Grettir sá með heift,
soddan verður fullu keypt.
Vísur 31–90 eru enn óskráðar
91.
Mál er komið að mærðin sé,
mín um stund í þagnar hlé,
dreginn af fróni fræða tals,
falli tóninn rímuhjals.