Rímur af Gretti Ásmundarsyni – þriðja ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Gretti Ásmundarsyni 3

Rímur af Gretti Ásmundarsyni – þriðja ríma

RÍMUR AF GRETTI ÁSMUNDARSYNI
Fyrsta ljóðlína:Þriðji bragur þeygi fagr,
Heimild:AM 611d 4to.
Bragarháttur:Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur

Skýringar

Einnig er stuðst við Lbs 2323 4to.
Ríman hefur aldrei verið prentuð. Lestexti þessi er unnin á grundvelli stafréttrar uppskriftar Evu Maríu Jónsdóttur á handritatexta.
1.
Þriðji bragur þeygi fagr,
þagnar Bannar valdi,
Durnirs svartur dreggja partr
drífr úr mælsku tjaldi.
2.
Þó skáldin hér það vitum vér,
vandi mærð að flétta,
ónyt strax er annars dags,
iðjustarfið þetta.
3.
Þó mærð sé skreytt með mærðum breytt,
svo megi þar snilld á kalla,
þegar svo kemur hinn þriðji nemur
þekkist aftur varla.
4.
Athugi þér hvað eftir fer,
á sem viljið hlýða,
fjárins rán og firða smán,
fær oft ending stríða.
5.
Varist þjóð um Fjölnis fljóð,
framgang sinn að laða,
Jafnan sér hvað annars er,
með ójafnaði draga.
6.
Ofríkið með yfir gangs sið,
af illri rót er dregið,
ávöxt þann sem meiðir mann,
hefr margur af því þegið.
7.
Útlegð stríð frá landi og lýð,
lesin er þeim svo breyta,
en sektarþrá og hefndin há,
hinum er að för neita.
8.
Er því ráð með æðstri dáð,
ein og sér hvað nægja,
láti sér hvað lánið er,
og lýði ei þannig plægja.
9.
Illur fengur æ forgengr,
ei mun niðjum stoða,
er sá seldur er því veldr,
undir stærri voða.
10.
Af er sneitt svo eigi neitt
ýtar skuli með röngu,
girnast hér hvað annars er,
það er víst fyrir löngu.
11.
Heldur skal hyggju sal,
hvor goós öðrum unna,
akti grið og elski frið,
allir best sem kunna.
12.
Þvílíkt rán, er þungur án,
þeim sem auðinn láta,
ektafrú sem börn og bú,
beint í þennan máta.
13.
Verra er þó virðist mér,
víst frá mengi fróðu,
þá væntr er einn sá reynist hreinn, [svo skrifað upp]
ríkt sæmdar góðu. [svo skrifað upp]
14.
Það mun sárt um sinnið klárt,
svíða ef ei kann verða,
af sér fært með heiðri hrært,
sinn háls má æru skerða.
15.
Dæmin slík má reikna rík,
rituð í letri víða,
upp þau skrá sinn tíma og tjá,
mun tímans vegna bíða.
16.
Hitt sem firr í sálu býr, [svo skrifað upp]
færða eg lýð til dæma,
eftir fyrr í óði hér,
athugið fólkið næma.
17.
Hversu valt er hjólið halt,
hinum sem stolt brúka,
ofan af stól með allt sitt hól,
ýmsir verða að rjúka.
18.
Drægi þjóð sér dæmen góð,
en dárlegum gjör hafna,
mansöng því er eg mun nú hér,
málið sögunnar jafna.
19.
Hvarf þar óður, hjálma rjóðr,
hafði gull frá draugi,
á Þorfinns borð býr Þjassa orð,
þegn úr myrkvum haugi.
20.
Nýtur jarl yfir Noregs hjall,
nefndist Sveinn hinn skýri,
Hakonar mögur segja sögr
sá var Eiríks hlýri.
21.
Eiríks makt hefur uppá lagt,
að útlegð skyldi falla,
á hólmgangs verk og hvörn berserk,
heima um Noreg alla.
22.
Þorfinns ráð með jarli jáð,
ég tel í þeim dómi,
að rýma frá sér rekka þá,
sem rændu menn í tómi.
23.
Tveir hálenskir trauðlega mennskir,
tjáð er bræður voru,
yfrið sterkir og berserkir,
er með ráni fóru.
24.
Þórir þömb með dreissi og drömb,
dygða firrtur snilli,
hinn hans bróður heiftar óðr,
hét Ögmundur illi.
25.
Þorfinns tryggð um breiða byggð,
bauð til jólaveitslu,
í Hlésfirði hringa hirði, svo í uppskrift
hafa bú til greiðslu.
26.
Virðing há þar veitt [var] þá,
vinum brjötur seima,
en husfrú hýr og dóttir [dýr],
dyggvar sátu heima.
27.
Grettir var á garði snar,
gulls hjá hlýðum eftir,
og húskarlar sem þéntu þar,
þræls til verka hnepptir.
28.
Öldin sá um æginn blá,
aðfangadag jóla,
ein herskeið að eyjunni skreið,
efld með hrausta dóla.
29.
Skútan var með skjöldum þar,
skoruð á millum stafna,
öldin sú mun ætla nú,
að efla veiði tafna
30.
Greindir bræður báru æðr,
beittu að eyjar fróni,
tíu berserkir tröllslega sterkir,
tel eg þá undir þjóni.
31.
Einn Þorfinnur átti svinnr,
öldu karfann breiða,
sem þó menn með þroska senn,
þurftu á æginn leiða.
32.
Bræður fram þann gígju gamm,
gjörðu úr sköðum draga,
byrðing hinn þar settu sinn,
sem þeim þótti haga.
33.
Grettir rann og firða fann,
fagnaði komumönnum,
bauð svo þeim til bæjar heim,
brátt með drengskap sönnum.
34.
Væri eg þér hann við þá tér,
víst nú indælt þætti,
að feta heim meðan fámennt er, [svo í uppskrift]
ef fjandskap launa ætti.
35.
Hann talaði flest sem föntum best,
féll til geðs að heyra,
allt sé í hægð og ölsins nægð,
eða hvað lystir fleira.
36.
Í stofu þá leiddi og rétt til reiddi,
rekkum drykk og fæðu,
Menja brú á mælti nú
mikið honum í ræðu.
37.
Enn hann bað hún ótt í stað,
orðin slík ei ræði,
dragið þið heldur hvað sem geldr,
hratt vot af þeim klæði.
38.
Þórir bað nú þorns í stað,
þöll ei hryggðir kenna,
þú og dóttir þín í nótt,
þegn skuluð fá að spenna.
39.
Fljótt skal allur friðr og snjallr,
flokkinn bæjar svanna,
af oss í nótt með yndis þrótt,
afmors pílur kanna.
40.
Grettir kvað eg kenni það,
karlmannlega heitið,
þyki mér þökk á þorna hlökk,
að þiggja hvað þér veitið.
41.
Kvendin út með sorgar sút,
setnar gráti og ótta,
enn þar gengu og glaðir fengu,
Gretti hvor sinn hrotta.
42.
Taka hann fyrir trúnaðarmann
tjáðust allir kjósa,
sjái þér fyrir þessu hér,
þegninn réði að glósa.
43.
Eigi senn þó alla menn,
eg mér jafna geri,
getið er sást hann áfengast,
öl til þeirra beri.
44.
Langt á kvöld drakk lýða öld,
lúnir hvílast vildu,
Grettir hátt nú kallar kátt,
að konurnar hátta skildu.
45.
Baugskorð hvör með byrstri vör,
bað fyrir Gretti illa,
ulsa þyt var þeirra krit,
þrautarlegt að gilla.
46.
Grettir bauð þeim bóndans auð
í búrinu klæða sýna,
þjóðin stór nú þangað fór,
a þingin slík að blína.
47.Gretter undan gekk um stund,
gestir eftir runnu,
síst nú þeir hjá Saxa-Freyr,
sjá við öllu kunnu.
48.
Þegar þeim minnstur varinn vinnst,
Í víðu húsi og stóru,
Grettir braust í burtu og skaust,
bragnar eftir vóru.
49.
Hespu lás fyrir hurðar bás,
halrinn rak með skyndi,
gekk í bæ svo hátt með hæ,
hrópaði auðs á lindi.
50.
Enn hún þorði öngvu orði,
ansa brodda stefni,
virðist mér kvað vopna grér,
veiðar sé hér í efni.
51.
Séu hér vopn, þá settu á ofn,
sal þann í þau standa,
talaði nú við tvinna brú,
traustir runnar branda.
52.
Eru hér víst eg veit þó síst,
kvað víf til hvors þau kóma,
síðar má þar segja frá,
svaraði beitir skjóma.
53.
Hjá Þorfinns sæng má hitta hæng,
harla stóran finna,
fátt hefr Kár svo gamall og grár,
geymir fetla linna.
54.
Brynja og sax er til þar strax,
talaði lindinn dúka,
hjálm og spjót greip hetjan fljót,
hann svo út nam strjúka.
55.
Gestum þotti Grettir fljótt
ganga enn leingi dvelja,
grunaði margt um pretta part,
þó plögg sé nóg að velja.
56.
Bjuggust til og brutu úr þil,
bárust svo á riðið,
berserksgangur býsna strangr,
böls var komið á liðið.
57.
Gekk um bil það Grettir til,
og gjörði spjót tvíhenda,
a Þóri miðjan þörf var iðjan,
því nam fjöðurin venda.
58.
Honum í brjóst með harðan þjóst,
hinn Ögmundur illi,
næst þá gekk sá nauðir fékk,
nein stóð eigi á milli.
59.
Grettir hratt á lagið ólatt,
líddu upp allt að krókum,
þeir fengu nauð því feigðin bauð
til Fjölnis báðum hrókum.
60.
Sex þá drap með Durnis skap,
dólgahetjan trausta,
en heiftin hljóp með hark og óp,
hafnar ofan til nausta.
61.
Laufa þor við laxakor,
lömdu þeir með árum
enn svo lauk þar yggjar braut,
allir féllu af fárum.
62.
Stála rjódur stirðr og móðr,
strauk þá heim til byggða,
húsfrú blíð nam þakka þýð,
þegni megnið dygða.
63.
Seima við hún sjalf boðið,
segir allt megi heita,
sem hann sér til sóma er,
sæmd að þiggja og veita.
64.
Ég þykist nú eins kvað þundur fleins,
og þegar í gær mig smáðir,
í flæðar grjót voru líkin ljót,
logð með daprar náðir.
65.Vísu kveð með visku téð
víga eftir starfið,
hljódar sú sem hermi eg nú,
hlýði múgrinn djarfi.
66.
Vér höfum tólf í grundar gólf,
gjálfri nærri lagða,
gunnills runna seims við sunna,
sagðra minnast bragða.
67.
Einn eg vann ótrauður þann,
öllum bráðan dauða,
hvor munu merk hjá monnum verk,
ef meta þá iðju trauða.
68.
Heim kom Finnur svanninn svinnr,
sagði honum allt af létta,
greitt með sann hvað Grettir vann,
glöggt um starfið þetta.
69.
Hann mun tjá það manninn má
megnis lengi reyna,
eða hvar er halrinn snar,
hirðir spurði fleina.
70.
Húsfru tér hann heima er,
höldin fann Þorfinnur,
þakkaði títt með þægðum blítt,
þeim er hreysti vinnur.
71.
Finnur tér eg það mun þér,
þegn fyrir hendur mæla,
sem fæstir menn fram selja senn,
við sina vinina dæla.
72.
Eg vel sæi að þér lægi,
a liðveislu minni,
svo nýtur þá það næði að sjá,
hvort nauðsyn gegndi þinni.
73.
Því aldrei má eg aðstoð þá,
umbuna þér með launum
stór nema dyggur stála yggr,
standi í nokkrum raunum.
74.
Grettir frægð og fremda mægð,
fékk af þessu verki,
um Noregs láð var gjörvallt gáð,
hvað garprinn vann hinn sterki.
75.
Bóndi gaf þeim stálastaf,
styrkum saxið góða,
til Hálogalands fór sá til sanns,
þá sumarið kom til þjóða.
76.
Þorkell vitr í Saltey sitr,
sá stóð Grettir beina,
Björn hét maður á garði glaðr,
gilds um allt að reyna.
77.
Við svo bar um vetrinn þar,
veik úr sínu híði,
bangsi einn til bota seinn,
banaði fé og lýði.
78.
Í hömrum sjós er híðis kós,
og hættu einstíg til göngu,
urðin var svo undir þar,
óslétt bjargi ströngu.
79.
Hálkan skjót ef skrikaði fót,
skatnar ofan stúta,
hörðugur lá þar híðbjörn hjá
hvörn dag í þeim skúta.
80.
En um nætur fór á fætr,
fé og menn að deyja,
öngra grindur, hurð né hundr,
höfðu neitt að segja.
81.
Eina nátt fyrir björn svo bratt,
byggð sýnist nafna að finna,
dýrið dimmt nam greina grimmt,
gjarnt til bráða sinna.
82.
Laufa viður lagðist niðr
leynt við stíginn tæpa,
ofan á sig lét urnis stig,
ætla eg dvöl þá hæpa.
83.
Brjótur sess vill bíða þess,
bangsi ofan rynni,
nokkra fékk hann njósn af rekk,
nú svaf lappinn stinni.
84.
Úr híði réð og hrammi með
hnykkja af skyldi ráði,
ofan hann datt fyrir bjargið bratt
en björn nú vakna gáði.
85.
Komst á fót með hrædslu hót
og hljóp að byggðar inni,
gjörðu menn þar gys að senn
garps varð frægðin minni.
86.
Eftir það svo enn bar að,
átta saman fóru
híðbjörns þann að hitta rann,
beygaðir allir vóru.
87.Grettis búk, þá geymdi mjúk,
góð loðkápan síða,
lagði af sér meðan sækja fer
seggr að dýri stríða.
88.
Spjóta lag gekk lítt í hag,
því lymsku dýrið kunni
bíta af sér hvörn benja lér,
baugs fyrir hvörjum runni.
89.
Nú greip Björn það kapukorn,
kappinn af sér lagði,
henni hratt í hiðið bratt,
hinn tók við að bragði.
90.
Að sér dró og um sig bjó,
og kvaðst Grettir þetta,
leggja upp langt með streðið strangt,
þeir struku þaðan létta.
91.
Hnosnareieem á horskum beim,
í honum fór losna vildi,
mælti þá við seggi sá,
að sín ei bíða skyldi.
92.
Hönk í brá og hafði þá,
handlegg sínum lykkju,
í einstig rann sá afreksmann,
það aflar dýri þykkju.
93.
Hljóp upp dýr og hjalmatýr,
með hrammi ljósta gerði,
þeim sem frá var bjargi blá,
bitur trú eg hann yrði.
94.
Drengur sló til dýrs og hjó,
djarfur á fótinn fremri,
orku fær svo af tók lær,
er sá fyrir því skemmri.
95.
Vill þá Björn, sem grimdd var gjörn,
garp með heila fæti,
sterkur slá enn studdist á,
staf með ofsa læti.
96.
Sá varð lágur bísna bágr,
björn ei um það uggði,
féll af gang í Grettis fang,
grípa á mót hann dugði.
97.
Hélst af sér og vargi ver,
svo við kom öngvu næsta,
aflraun þá kvaðst seggrinn sá
sýnt hafa eina stærsta.
98.
Dýrið hraust nú best um braust,
en bil varð þröngt að stíma,
byltast þeir svo báðir tveir,
fyrir bjargið ofan í svíma.
99.
… … … …
því kom fyrri niður,
lömdust bein, þar steytti á stein,
en stáls varð hærra viður.
100.
Greip þá strax hið góða sax,
grimma dýrið deyði,
fann sitt vitur feldar slitr,
og fót af hramm sem sneyddi.
101.
Í stofu hann gekk að sterkum rekk,
stoltir drengir hlógu,
rifinn var feldur hann þó heldr,
hramms af dýri sljóu.
102.
Bóndans fram á borðið hramm,
bar og yrkti kvæði,
enginn sá þó ýta á,
auðar lundi mæði.
103.
Oft kom beimr í húmi heim,
hræddr er enginn klæddi,
sa hefr vættir virða hrætt,
er vigskörð hamur þræddi.
104.
Enginn sá mig sitja hjá,
síð því Bjarnar híði,
úr hellisskúta ullar út,
otra kom með prýði.
105.
Lyktast óður liðinn er hróðr,
um lytin hignir bæti,
sitji fljóð og seggja þjóð,
með sæmd og eftirlæti.


Athugagreinar