Rímur af Gretti Ásmundarsyni – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Gretti Ásmundarsyni 2

Rímur af Gretti Ásmundarsyni – önnur ríma

RÍMUR AF GRETTI ÁSMUNDARSYNI
Fyrsta ljóðlína:Skýrt mig orða skortir val
Heimild:AM 611d 4to.
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Bragarháttur:Samhent, ónafngreint afbriðgði með klifun*
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur

Skýringar

Einnig er stuðst við Lbs 2323 4to.
Ríman hefur aldrei verið prentuð. Lestexti þessi er unnin á grundvelli stafréttrar uppskriftar Evu Maríu Jónsdóttur á handritatexta.
1.
Önnur verður Fundings för,
ferjan byrja róms úr vör,
upp sem setti alma bör,
áfram vill ei ganga snör.
2.
Út er runninn óma sjór,
allur þornar visku kór,
Mannleg þjáning mörg og stor,
málma frá því eldir þór.
3.
Áður enn sökkt er efnisskrá,
annars þurfti fyrr að gá,
með hugskots augum horfa og sjá,
hvörnin gengur landi á.
4.
Ýmindisleg umbreyting,
orðin er um byggðar hring,
sinn í aura safna bing,
sér hvör girnist ormalyng.
5.
Ég stóð í leyni um stund þar nær,
stoltar frúr við ræddust tvær,
ósamþykkar urðu þær,
upp á sitt hvor ráðið slær.
6.
Náttúran er næsta spillt,
nálega altíð gengur villt,
lést hun geta holdið hyllt,
hlýða sér því væri skylt.
7.
Girndar mæli stór sagðist sú,
sinn hér vilja fella nú,
með auðlegðar auragrú,
og allra nægta maura bú.
8.
Samviskan þar mælti á mót,
mér sú virðist athöfn ljót,
að hrúga saman gull sem grjót,
gefur það litla heilsubót.
9.
Ef ágirndar fjötrinn felldr,
fótum þínum lengi heldr,
óséð er hvort enginn geldr,
avöxtunum rotinn veldr.
10.
Hin lést um það hirða lítt,
þó hennar væri athæfi strítt,
heiminum sé ég harla títt
að hugsa flátt enn mæla blítt.
11.
Sjáðu þig við því sagði hin,
þú sért ei undir eirnum, vin,
en að baki brigsla dyn,
bannsett er það flærðar skin.
12.
Fleira er víg en vekja blóð,
vita má það gjörvöll þjóð,
tungu morðið forðast fróð
firða sveit og kvendin rjóð.
13.
Í þó falli einhvör þann,
ógjörning að helslá mann,
ef morð vill forðast sómans sann,
samdægurs því lýsir hann.
14.
Kemur svo fyrir sig boðum og bót,
brátt svo verður lækning fljót,
þó sökin sýndist lýðum ljót,
leysist hann úr þeirri nót.
15.
Hinn sem tíðkar tungu morð,
tekur sín varla aftur orð,
vofa yfir að hefndin hörð,
hendi síðar bauga njörð.
16.
Þeirra ræða oflöng er
upp að sinni teikna hér,
sest eg undir sögunnar kver
og seigi af því sem eftir fer.
17.
Má til svara margur hér
mun það kærast hjarta þér,
sem tíðast fram á tungu ber,
til þessa og ansa fer.
18.
Blessuð þrenning búi sér,
byggðar veru í hjarta mér,
enn til gamans Gunnum hér,
Grettis mál á blaðinu er.
19.
Fyrri bragrinn féll þar minn,
firðar reyndu knattleikinn,
hag um Gretti hugsar sinn,
hefnd á Auðun félli stinn.
20.
Þorkell krafla vitur var,
Vatnsdælanna goði þar,
gamall höfdingi gildr og snar,
gegnd og mennt yfir flesta bar.
21.
Burðugur reið til bjargs í stað,
baðum hjónum þóknast það,
hærulangur höldinn bað,
að hyggja sínum örfum að.
22.
Þorkell mælti, það líst mér,
þegninn Atli lukkist þér,
bóndinn kvað: hans bróðir er,
beiskefldur en lyndisþver.
23.
Ey lést yggur orma bings,
fyrir elli veikur fær til þings,
Grettir skal, kvað geymir hrings,
gegna málum almennings.
24.
Þu skalt ráða, Þorkell tér,
til þings með honum reið Gretter,
suður um heiði ferðin fer,
fold sú Tvídægra nefnd nú er.
25.
Til áfanga var eigi gott,
ýtar riðu dag og nótt,
Í Fljótstungu svo furðu skjótt
fýsti að sofa hölda drótt.
26.
Beislum hleypti bauga þór,
burt þá hver af sínum Jór,
með söððlum ganga síðan fór,
seggja reiðardýrin stór.
27.
Lýðir sváfu lengi dags,
logs um síðir vakna strax,
hesta vildu hafa til taks,
þeir höfdu tekið foldar fax.
28.
Það var suðrum um þetta skeið,
þannig hver skildi lands heið,
allan kost í alþings reið,
inna sér sem löng var leið.
29.
Höldar svipuðust hestum að,
höfðu þeir af sér snarað,
malpokarnir, mælt var það,
mundu eigi í vísum stað.
30.
Gretter fann sinn gjarða mar,
garps þó malrinn týndur var,
gjörla sá hvar gekk annar,
glöggt sá Skeggja nafnið bar .
31.
Þegar var sá í Þorkels för,
þess sem hafði byggða kör,
að vast asi vopna bör
veitti mörgum orma skör.
32.
Gretter spurði þennan þá,
þegn að hverju væri gá,
malrinn minn, kvað maðrinn sá,
mínum söðli er týndur frá.
33.
Eins nú dæmin allra verst,
ansar Grettir fljótt um flest,
minn ei heldur malrinn sést,
mun því ráð við leitum best.
34.
Skeggi mal í mónum fann,
nú til laut og greip upp hann,
á sá Grettir atburð þann,
yfrið skjótt og þangað vann.
35.
Gretter spurði garpinn: hvað
greipstu upp í þessum stað,
maðrinn sagði: minn var það,
malpoki sem Laut eg að.
36.
Hverjir vitna það með þér,
þá kvað Grettir, sýndu mér
svo mart öðru samlíkt er
sá mun skýr sem aðgreiner.
37.
Tók í mál og toguðust á,
til sín vildu báðir ná,
upp nú Skeggi öxi brá,
og til Grettis gjörði slá.
38.
Um skaftið gilda Grettir greip,
garps fyrir framan mundar reip
hjó sá til með heiftar sveip,
heilasal í sundur kleip.
39.
Skeggi niður dauður datt,
enn drengurinn hinn tók málin hratt,
sinn á hest við söðul vatt,
til selskapsins reið heldur glatt.
40.
Skatnar söknuðu Skeggja þrátt,
en skjalda lundur lýsti brátt,
víginu sem hann vann svo grátt,
og vísu kveðr á þennan hátt:
41.
Hygg eg Skeggja hlypi að
hamar tröll manns fór ramma í stað,
þeim hann gein yfir haus með hrað
harðmynt og lí sparnar að.
42.
Blóð rann mig grön gr, já,
viðureign þeirra var eg hjá,
vígtenna klauf enni þá.
43.
Heyrðu menn hvað mælti hann,
margur svo til ansa vann,
töfrað hafa tröll ei mann,
tekið um dag albjartan.
44.
Þorkell mælti: annað er
úr að ráða, hugsast mér,
Grettir mann með heift nú hér
hafa þann drepið arfa grér.
45.
Sagði Grettir sanna frá,
sem til hafði gengið þá,
Þorkell tér eg mun og má,
máli þessu bætur tjá.
46.
Mér var léður málma grér,
mun eg því honum sem féll nú hér,
fébæta sem fullnægt er,
frændum hans sem dómur tér.
47.
Goðinn svo við Gretti tér,
gjör nú hvort sem líkar þér,
á hæl aftur að hverfa hér,
eða halda fram til þings með mér.
48.
Grettir kvað að gá með beim
gjörðist þetta út með þeim,
arfar skeggja sinntu seim,
sá var bættur unnar eim.
49.
Grettir sekur gjörðist þá,
garpurinn skyldi landi frá
vera utan vetur þrjá
virðar lögðu til þess, já.
50.
Lögin slitu þingi þar,
þaðann urðu höfðingjar
undir sleð[a]ási var
áð og mælt til skilnaðar.
51.
Áður en skildi öldin hrein,
einn þá Grettir hóf þar stein,
ýtar sogðu ei annan svein
orka slíkri hreystigrein.
52.
Grettis haf er nefndur nú,
nær meðan varir Fjölnis frú,
liggur hann þar því sönn er sú,
sagan af hal, það máls er brú.
53.
Reið til Bjargs og fólk sitt fann,
faðirinn gaf sér tæpt um hann,
mælti fyrir þeim alllítt hann
óeirðar kvað verða mann.
54.
Söguni víkur suðrum hjall,
sagt er að búi undir fjall,
á Hvítarsíðu horskur karl,
Hafliði nefndur, vitr og snjall.
55.
Sá var tamr við siglingar,
seggur atti bylgju mar,
húfar björn að hafnir þar,
Í Hvítárósi festur var.
56.
Á byrðingi með bónda þar,
Bárður maður nefndur var,
unga konu átti snar,
sem alla kvennmannprýði bar.
57.
Á Hafliða ýtran fund
Ásmundr sendi menn um stund,
bað hann flytja á fiska grund,
frá sér sekan auðar lund.
58.
Hafliði kvadst svo heyra títt,
hinn sé maðrinn stilltur lítt,
en fyrir málbragð okkar frítt,
eg tek þetta ráðið nýtt.
59.
Ásmundur vill unga mann,
auðg⟨a⟩ lítt í skilnað þann,
lest hálfa lét laust við hann,
líka vaðmál klént sem kann.
60.
Föður sinn bað sá fleygði rönd,
fá sér nokkurt sverð í hönd,
gömlum lék um góma strönd:
eg gef þér öngvan hjalta vönd.
61.
Ógjört launa aldri krefr,
andsvar þessi óréttr hefr,
feðgar skildu kærleik kefr,
kælan sú sem hjörtun vefr.
62.
Margir báðu virðar vel,
veita honum á súðar fél,
en héðan aftur heim án vél,
hina færri upp eg tel.
63.
Móðir sigldi málmagrér,
mæt á leið og þanninn tér,
vor ei frændi virðist mér,
vel af garði gjörður er.
64.
Er það mest þú eigi neitt,
á þér hafir vopnið beitt,
þess vit munt þú þurfa greitt,
það hef eg títt í hug mér leitt.
65.
Undan skikkju sinni sú,
saxi einu bregður frú,
við garpinn talaði gullhlaðs brú,
Grettir frændi: eig það nú.
66.
Jökull föðurfaðir minn,
fagran átti benja linn,
og Vatnsdælanna hópur hinn
harla sigursæll og finn.
67.
Eig það nú og allvel njót,
auðar lundur þakkar snót,
að þessari göf er Þorfinns bót,
mér þyki hún betri enn Fáfnis grjót.
68.
Allra virtra Ásdís bað,
arfa sínum og skildu að,
svo reið Grettir senn með hrað,
suðr um heiði eftir það.
69.
Halrinn fyrri hvörgi beið,
heldr en sú var enduð leið,
að Hvítárvöllum hitti skeið,
hún stóð búin við laxa heið.
70.
Hafliði tók við halnum dátt,
hér næst spyr um fjársins mátt,
hvað gott hans væri gildis hátt,
Grettir kvað þá vísu brátt:
71.
Higg eg byggið heiman hann,
heldur auðgan snauðan þann,
Blakkþöll sem í burtu vann,
að byrjar fáki náskyldan.
72.
Eyrn réð fornan orðskvið mest,
auðar norn hér sanna um flest,
móðir gód er barna best,
a blíðra fríðri gjöf það sést.
73.
Seggir undu segl við hún,
senn fyrir utan grænholts tún,
kólgan þvoði blakka brún,
báru orms um síldar tún.
74.
Undir báti Grettir greitt,
gröf sér vann til hvíldar eitt,
vildi eigi vinna neitt,
var skipverjum þetta leitt.
75.
Drengir beiddu darra grér,
duga því tæki kólna sér,
upp hann leit og orð þau tér,
Er það happ ef króknið þér.
76.
Miklu líkaði mönnum þá,
miður en fyrr við þann þar lá,
Hafliði deildi höldinn á,
að hann vill öngva lidsemd ljá.
77.
Ofan á þetta aðra menn,
í orðum smána plagar þó enn
eg vil þú þó nokkrar enn
níðvísur mér digtir senn.
78.
Ske má betri skatna lið,
skútyrði þín uni við,
Grettir vildi kvæðaklið,
kveikja öngvan með þann sið.
79.
Ásmundar svo arfi tér,
allt er þetta nægst hjá mér,
Hafliði að þorna grér,
þá svo heyrði, sjalfur tér.
80.
Þar kvað Grettir þennan brag,
þá var annað ævilag,
Hafliði drafla hafði plag,
hvellur að reiðar felli um dag.
81.
Hafliði kvadst ei heiður sinn,
hafa í veði móts við hinn,
illgjarnan með orð ósvinn,
ekkert gott á með þeim vinn.
82.
Minnunst heldur gulls á grér,
grundar storð þá farin er,
mun oss eigi mega sem þér,
maður svo hvör á knörnum er.
83.
Skutyrði hans skemmdarlig,
skaða oss eigi heldr enn þig,
Hafliði gek að segg á svig,
og soddan orti vísu stig:
84.
Upp úr gröf nú Grettir statt,
grefr knör hola voru hratt,
minnstu á málið svanna satt,
sem hin góðláta við þig batt.
85.
Fast hefr hrund að höndum hér,
hörnauma sú saumað þér,
vill auðskorð þú við verðer,
víst meðan landið niðri er.
86.
Baugs var þessi bil til sanns,
Bárðar kvinna stýrimanns,
sem Grettir hafði af kvennakrans
kæra á hauki þöngla ranns.
87.
Gretter vísu gjörði sér,
góðráðir upp stöndum vér,
þó riði tíðum hrönnin hér,
hrundin undir hvarma ker.
88.
Veit eg láta víf mun ver,
ef vigg á lýg og stjórnin hér,
lista traust það listar er,
lýðir vinna svo fyrir mér.
89.
Ógn gekk á til austurs fór,
ýtar sögðu malms við þór,
lítt mun vera þín liðsemd stór,
þó löðri flóð yfir siglu jór.
90.
Munur er liði mannsins að,
mælt var áður Grettir kvað,
dösuðust menn við starf í stað
stampaustur þeir nefndu það.
91.
Einn gekk upp en annar niðr,
ýtasveitin Gretti biðr,
reyn nú afl þitt vanda viðr,
rík er sagt þig orkan styðr.
92.
Grettir slíku gegna lést,
góð mun raun á þessu best,
síðan gengu tveir, það tést
til við hann að ausa mest.
93.
Þar næst fjórir fóru af stað
framir og átta eftir það,
við alla bar hann út ólgu vað,
út svo jusu bylgju nað.
94.
Síðan skiptu menn um mál,
mæltu ei til Grettis tál,
veðrið bar þá út um ál,
ýta þá sem bentu stál.
95.
Um nótt eina byrjar blakk,
bar skers upp á nokkurn klakk,
svo allur botninn undan sprakk,
inn þá dundi straumsins jakk.
96.
Á bat einum bragna drótt
bjargað gat sér þessa nótt,
við lítinn hólma lentu fljótt,
lömuðu hvorki hold né þrótt.
97.
Harla nærri Hámons ey,
bolinn lá þar lesti fley,
Þorfinn nefni eg þornafrey,
er því stýrði yggjar mey.
98.
Kársson var sá knér sax,
kappa lét að morgni dags,
sækja sem sá strax,
svo féll allt til besta lags.
99.
Þegar nú seggir sigldu frá,
sat þar Grettir eftir þá,
veitti bónda fylgi fá,
fór heldur um bæi smá.
100.
Vindheima til vegu veit,
var þar bóndans Auðuns heit,
eitt hvört kvöld við annes reit,
eldur brann þar Grettir leit.
101.
Ef voru landi ýtar á,
eld þann sæi sagði hann þá,
firðar héldu fé þar hjá,
forvitni mun það sjá.
102.
Yfir sagði Auðunn sárs,
alt frá haugnum gamla Kárs,
Grettir brátt á boðin Hárs
var búinn að leita Freyju társ.
103.
Glugga á hauginn Grettir braut,
get eg þar sé fyrir höndum þraut,
fara niður með festi hlaut,
föru- bað hennar gæta -naut.
104.
Laut var myrk enn lykt óhrein,
lundur guls fann hesta bein,
stakkst þá við hann stólsrönd ein,
sterkum þénti hreystigrein.
105.
Mann fann sitja á miðjum stól
mundar hagl og Fáfnis ból,
nóg í kringum dauðan drjól,
var draugnum hjá og rínar sól.
106.
Kistil fann hann fótum hjá,
fullan upp með greipar snjá,
féð bar allt til festar þá,
fyrir beið Auðunn úti hjá.
107.
Utar um þegar Grettir gekk,
gripið var fast á hraustum rekk,
lét þá sjárins lausan sekk,
launa fýsti þenan hrekk.
108.
Gráleg hófst þar glíman ein,
Grettir féll um hesta bein,
sig við reisti hreystin hrein,
en haugbúinn fékk þyngra mein.
109.
Aftur á bak að dólgrinn datt,
dynkur hvellur heyrðist hratt,
upp frá festi Auðunn spratt,
og heim hljóp með sinni óglatt.
110.
Hjó Gretter sem hreysti hlaut,
höfuð af draug með Jökuls naut,
nefinu stakk í lenda laut,
og lysti þaðann að halda braut.
111.
Til festar gekk með Fáfnis blóð,
frá var hinn sem hana stóð
handdró sig upp hetjan fróð,
hnýtti streng í aura sjóð.
112.
Dró upp, síðan hélt svo heim,
halur að Þorfinns garði þeim,
hitti undir borðum beim,
fyrir bóndann lagði flæðar eim.
113.
Saxið góða seims fyrir Njörð,
síðast lagði hann fram á börð,
bóndans léttist bruna hörð,
þá brandurinn kom á rétta störð.
114.
Hnossið þetta því að þar,
þeirra menja Gripur var
Grettir sagði sem til bar,
svaraði aftur bóndinn snar:
115.
Ei mun þér í augum allt,
aukast hvað þú vinna skalt,
seg mér nú með sanleik snjallt,
saxið hvar þú hentir kalt.
116.
Fór eg í myrkvan fúa haug,
faldan heim þar sótti eg draug,
sax sem vexir sára laug,
og síðan hyrjar fagran baug.
117.
Og skyldi mér aldrei dyr,
álmur logandi hjalma fyr,
úr hendi ganga unda yr
ef ætta eg þann í fylgsnum byr.
119.
Þá kvað bóndi, þó með hægð,
þú skalt þó með hreysti nægð,
áður svo þín aukist frægð,
ýmsir brúka nokkra slægð.
119.
Finnur tók við fénu í stað,
fengið hefði eg aldrei það,
ef faðir minn væri fjörs í stað,
fékkst þó ei hvað Grettir bað.
120.
Ef ljóða hlýðir þulum þjóð,
þjóð mun stríðum hafna móð,
móð af sníða fræðin fróð,
fróðir sníða lýðir óð.