Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vetrarvertíð [í Ólafsvík] 1926 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vetrarvertíð [í Ólafsvík] 1926

Fyrsta ljóðlína:Ólsa set ég óðs í skrá
bls.48–49
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1926
Flokkur:Formannavísur
1.
Ólsa set ég óðs í skrá,
öld svo metin kunni að sjá,
þá sem vetrarvertíð á
vísund hvetja ranga- um sjá.
2.
Kristján þrekinn, Þórðarbur
þóftu-dreka framsetur,
hreystifrekur, hugdjarfur,
þó hrynji breki storm-æstur.
3.
Ásbjörn knár, við aflafar,
ýtir á báru-grundirnar.
að sækja Kára síst óspar,
sveigja árar hásetar.
4.
Dregur á sjó af dugnaði
dælu-kjóa’ að fiskmiði,
piltur nógu passandi,
Péturs Jóhanns afsprengi.
5.
Vindaklið ei við hræddur,
vel á miðum kunnugur.
Súða-kið fram sitt hvetur
Sumarliði Þorgilsbur.
6.
Hvals á rann með knörrinn fer
Konráð, þann sem nefnum vér,
fremstur manna að fiska er,
funa-hranna röskur grér.
7.
Þessa karla, um Hvalsþekjur,
ef kynni að falla á lífshættur,
leiði alla Alvaldur,
englahalla konungur.