Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Formenn í Ólafsvík haustið 1925 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formenn í Ólafsvík haustið 1925

Fyrsta ljóðlína:Telja upp kjóla-þunda þá
bls.45–47
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1925
Flokkur:Formannavísur
1.
Telja upp kjóla-þunda þá
þyrfti, er Njóla líður hjá,
er vörum Ólafsvíkur frá
venda bólin hrannar á.
2.
Sveinn um breiða síla-lá
siglir greiður Snoppu frá.
Skilinn heiður aldinn á,
ötull veiði stundar sá.
3.
Formannsstarfi vanur var
vel, um karfa-brautirnar,
knörrinn djarfur keyrir snar
Kristján arfi Vigfúsar.
4.
Ásbjörn fríðan ára-gamm
Ægis- hýða lætur damm.
Þó aldan stríða hefji hramm
hreint án kvíða sækir fram.
5.
Guðbrandi verðum greina frá,
glaður herðir segl við rá.
Færir skerðir fleina sá
fiskimergðir landið á.
6.
Eins með fundinn fyrðum þar,
formanns stundar listirnar,
út um grundir geddunnar,
Gísli kundur Magnúsar.
7.
Sínum beitir kátur knörr
með kappa sveit í afla fjör,
Sveinbjörn heitir, hringa bör,
um hrannar reiti sókndjarfur.
8.
Sveinn um breiða birtings-jörð,
þó brotni og freyði lands-umgjörð,
lætur skeiða fram á fjörð
fákinn-reiða, lund er hörð.
9.
Þegar láta vindar voð,
víst ágæta,hrista gnoð
Pétur lætur berast boð.
Bragnar mætir veita stoð.
10.
Hátt þó riði hafaldan
heppnin styður gætinn mann.
Þórðar niður Kristján kann
keyra liðugt sæfetann.
11.
Sækir ungur Yngvi á mar,
oft við þrungið vindafar,
og hristi lunginn hnýsunnar
hræsvelgs tungur málugar.
12.
Ungur Baldur Bifröst frá,
býður faldinn hækka, sá,
þegar aldan grett og grá
grenjar mjaldurs-jörðum á.
13.
Fleyta náir fögrum knörr,
fram um bláar haföldur.
Heppin sá og hugaður
Hruna frá er Guðmundur.
14.
Rennir snekkju um saltan sjá
þó sveipist mekki loftin blá.
Jólnis- þekkist jöfrum hjá
Jónas Brekkuhúsi frá.
15.
Þó faldinn spenni fárviðrið
fyrðar kenna hetju lið,
Sölvi rennir ranga-kið
með röska menn á fiskimið.
16.
Sinn á hafið keyrir knörr,
þó Kári skafi hret að vör,
og öldutrafið skelli á skör,
skammt fær tafið Jóhanns för.
17.
Heppinn bæði og hugaður,
haldinn gæða formaður,
áls á svæði Ögmundur
aldrei hræðist vindhviður.
18.
Konráð lætur skríða skeið,
skjaldan næturdimmu kveið,
þó auki þrætur aldan reið
og alla tæti sundur leið.
19.
Þessum bræðrum leggi lið,
lofðung hæða, þess ég bið,
þegar græði glíma við
og garpa mæðir ofviðrið.