Formannavísur (Um formenn í Ólafsvík veturinn 1923) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannavísur (Um formenn í Ólafsvík veturinn 1923)

Fyrsta ljóðlína:1. Ljóðum flíka þarf um þá
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1923
Flokkur:Formannavísur
1.
Ljóðum flíka þarf um þá
þegna, og líka tala,
er Ólafsvíkur-vörum frá
venda um síki hvala.
2.
Formenn gæða finnast þar,
fram þó æði bára.
Götur þræða þangsvallar,
þeigi hræðast Kára.
3.
Viður brands um báruskans
Bjarni stansar eigi
þó í kransi kviku-fans
keyrist hans að fleyi.
4.
Ófær þykir aldrei sjár
eða kviku föllin.
Lætur Blikann, Kristján knár,
karfa- strika -völlinn.
5.
Hjálms með týra hugbúinn,
hagl þá gnýr og bára,
áls á mýri aðgætinn,
Ásbjörn stýrir Kára.
6.
Forðast grönd um sollinn sjá
súða-önd, ósmeykur.
Sveinbjörn ströndu stýrir frá,
stjórn í höndum leikur.
7.
Péturs sjáum sókn er snör
sels um bláa heiði.
Stilltur láar stjörnu-bör
stunda náir veiði.
8.
Í fremstu tjáist formannsröð,
fleina þráinn skýri.
Kristján sá er stýrir Stöð
stjórnar ráar-dýri.
9.
Ýtum með í afla för
öldu-kiði beitir.
Sækir á miðin sókndjarfur,
Sumarliði heitir.
10.
Frækinn þar í formanns sess,
finnst óspar að dáðum,
kallaður bara Kristján Ess,
kænn og snar í ráðum.
11.
Hræðist þeigi voða-vind
svo vaði fley í kafi,
Konráð sveigir súða-hind
sína að reginhafi.
12.
Aldrei sparar vind í voð
velur snara drengi.
Bergmann Ari beitir gnoð
best um þara engi.
13.
Bið ég háan himna smið
hrinda frá þeim grandi
og leiða um sjávar sollin hlið
svo þeir nái landi.