SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Norður fjöll (ferðakvæði) 6Um HólminnBálkur:Norður fjöll (ferðakvæði)
Fyrsta ljóðlína:Ég veit ei hvar hægt er að hleypa á sprett
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.53–54
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1882
Skýringar
Birtist upphaflega í Verðandi, 1. árg. 1882, bls. 136
1. Ég veit ei hvar hægt er að hleypa á sprett,ef hér er ei sjálfsagt að kvika, og langt er nú síðan það lögmál var sett, að ljótt sé í réttu að hika. Því skellum á skeið á skínandi leið, þótt skröggarnir kalli það þeysireyð.
2. Ef færðin er torveld, þá förum vér stillt,og færustu kaflana sneiðum, og förum af baki, ef bratt er og illt, og blessaða klárana leiðum. Ef skeið-flöt ég finn, sem framrétta kinn, þá fær hún og hófakossinn sinn.
3. Að komast sem fyrst, og að komast sem lengst,er kapp þess, er langt þarf að fara. Vort orðtak er fram. Hver sem undir það gengst mun aldregi skeiðfærið spara. Og færið er hér, og óvíst er hvort annan eins skeiðvöll finnum vér. AthugagreinarKvæðið, eins og það birtist upphaflega í Verðandi:
1. Ég veit ei hvar hægt er að hleypa á sprett,ef hér er ei skylda að kvika, og langt er nú síðan það lögmál var sett, að ljótt sé í réttu að hika. Því skellum á skeið á skínandi leið, þótt skröggarnir nefni þeysireyð.
2. Ef færðin er torveld, þá förum vér stillt,og færustu kaflana sneiðum, og förum af baki, ef bratt er og illt, og blessaða klárana leiðum. Ef skeið-flöt ég finn, sem framrétta kinn, þá fær hún og hófakossinn sinn.
3. Að komast sem fyrst, og að komast sem lengst,er kapp þess, sem langt þarf að fara. Vort orðtak er fram. Hver sem undir það gengst mun aldregi skeiðfærið spara. Og færið er hér, og óvíst er hvort oftar að skeiða fáum vér. |