SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Norður fjöll (ferðakvæði) 2Undir KaldadalBálkur:Norður fjöll (ferðakvæði)
Fyrsta ljóðlína:Ég valdi óska það yrði nú regn
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.46–47
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1880
Skýringar
Birtist fyrst í Verðandi, 1. árg. bls. 131–132. Frumgerðin, sem þar birtist, er sýnd neðanmáls hér.
1. Ég vildi óska’að það yrði nú regneða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaldsvali okkur í gegn ofan úr háreistum jöklasal.
2. Loft við þurfum. Við þurfum bað,að þvo burt dáðleysis mollu-kóf, þurfum að koma’ á kaldan stað, — í karlmennsku vorri halda próf.
3. Þurfum á stað, þar sem stormur hvínog steypiregn gjörir hörund vott, svo þeir geti skolfið og skammast sín sem skjálfa vilja; það er þeim gott.
4. Ef kaldur stormur um karlmann berog kinnar bítur og reynir fót, þá finnur’ann hitann í sjálfum sér, og sjálfs sín kraft til að standa mót.
5. Að kljúfa rjúkandi kalda gegnþað kætir hjartað í vöskum hal. Ég vildi’ að það yrði nú ærlegt regn og íslenskur stormur á Kaldadal. Athugagreinar1. Ég vildi óska’að það yrði nú regneða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaldsvali okkur í gegn ofan úr háreistum fjallasal.
2. Vér þurfum loft, og vér þurfum bað,að þvo burt dáðleysis mollukóf. Vér þurfum að koma’ á kaldan stað, — á karlmennsku vorri halda próf.
3. Vér þurfum á stað, þar sem stormur hvínog steypiregn gjörir hörund vott, svo þeir geti skolfið og skammast sín, sem skjálfa vilja; það er þeim gott.
4. Ef kaldur stormur um karlmann berog kinnar bítur og reynir fót, þá finnur’ann hitann í sjálfum sér, og sjálfs sín kraft til að standa mót.
5. Að kljúfa rjúkandi kalda gegnþað kætir hjartað í vöskum hal. Ég vildi’ að það yrði nú ærlegt regn og íslenskur stormur á Kaldadal. |