SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
GrýlukvæðiFyrsta ljóðlína:Hér forðum tíð kerling ein framhjá mér gekk
Höfundur:Gísli Halldórsson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.1. árg. bls. 39
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Flokkur:Grýlukvæði
Hér forðum tíð kerling ein framhjá mér gekk
með fingur sem minntu á tengur. Hún bar yfir öxlina sígandi sekk, öll svipbrigðin fylltu mig kvíða og skrekk, en þá var ég dálítill drengur. Er gekk hún þar framhjá á ferlegum skóm mér fannst eins og vældi í malnum. Með slefu um kjaftinn hún sletti í góm, í slóð hennar troðið hvert einasta blóm lá, steindautt og visnað í valnum. Mig grunar að nú sé hún komin á kreik og kalli sig stjórnmálafræðing. Hún þingmenn og ráðherra lokkar í leik og lætur þá hrópa svo allt fari í steik orðskrípið alþjóðavæðing. |