Skógarvillur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skógarvillur

Fyrsta ljóðlína:Ég yfirgaf minn elskaða
Höfundur:Inger Hagerup
Þýðandi:Valdimar Tómasson
bls.3. árg. bls. 29
Viðm.ártal:≈ 2000
Ég yfirgaf minn elskaða
og einnig hús og völd.
Og út á veginn eigraði
alein, hrygg og köld.
Í skugga og villum skógarins
ég skjögraði fram á kvöld.

Þó nú grilli vart í götuna
hér glæstur loginn stóð
hér ýmsir geystust yfir völl
ótrauðir fram á slóð.
Í átt til fjalla för var stefnt
mót friði og stjörnuglóð.

Í skugga og villum skógarins
ég skjögra um óttu mál.
Mig langar til að lífga á ný
löngu kulnað bál.
Og halda síðan heim þann veg
sem honum reyndist tál.