Ævintýri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ævintýri

Fyrsta ljóðlína:Köttur, hani, grís
Höfundur:Olav H. Hauge
Þýðandi:Valdimar Tómasson
bls.3. árg. bls. 30
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005 (þýðing)
Köttur, hani, grís
og geitarkið
ræddu í móð
um sinn matarsið.

Ég lep mjólk, sagði kisa,
og lifi á músum.
En slíkt líður hani
ei í sínum húsum.

Ormar í matinn
eru munaðarfæða,
það veit ég
og vil þá snæða.

Geitin jórtraði
og gældi við skeggið,
jurtir og blöð
á borð mín leggið.

En svínið hrein
og hámaði slorið
enda var það
eðalborið.