Jakob Hallgrímsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jakob Hallgrímsson

Fyrsta ljóðlína:Nú ertu horfinn, hjartavinur kæri
bls.6. árg. bls. 126
Bragarháttur:Tilbrigði við sonnettu
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008
Flokkur:Eftirmæli
Nú ertu horfinn, hjartavinur kæri,
hinsta kveðja þín er veröld flutt.
Þú hafðir mig til dáða djarfur stutt
og drengilega sem ég barn þitt væri.

Hlátur þinn, minn hrokalausi vinur,
hljóðnaði veröld allt of skyndilega,
olli mér harmi, táraflóði og trega.
Tómlegt og sært mitt hjarta þungan stynur.

Ó, að þú heyrðir hinstu kveðju mína
þá hjarta sárin myndu frekar gróa.
Minning þín er sem sólelsk lítil lóa
er lætur himinn rofa og sólu skína.

Vinur kær, hvert sem minn fótur fer
þín fagra minning býr í hjarta mér.