SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3042)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Íslandsljóð 2Íslandsljóð IIBálkur:Íslandsljóð
Fyrsta ljóðlína:Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð
Höfundur:Einar Benediktsson
Heimild:Einar Benediktsson: Ljóðmæli I. bls.39–41
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1897
Skýringar
Prentað í Sögum og kvæðum.
1. Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. – Heimtar kotungum rétt, – og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk.
2. Nú er grafinn sá líður frá liðinni tíð,er sig lægði í duftið og stallana hóf. Nú er þroskaðri öld eftir glapskulda gjöld, og það gnötrar frá rótum hið aldraða hróf.
3. Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammtá hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og um höf.
4. Enginn stöðvar þá göngu, þótt leiðin sé löng,fólkið leysir með hörku, ef auðmýkt það batt; – viti þrældómsins vin, eyðist kyn, fæðist kyn og hann krýpur þó loks því sem rétt er og satt.
5. Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd,yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd; einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð blunda áranna kröfur við heiði og strönd.
6. – Því þótt jafnaðarkröfunum græfum vjer gröfmeð þá grátlegu huggun, að enginn á neitt, er í örbirgðarhjarinu hér eins og þar leikinn herrann og þrællinn, – slíkt tildur skal eytt.
7. Og þótt kreddurnar ver víða klæði, en hér,er menn kunna svo mikið en þekkja’ ekki neitt, er til svartasta tjóns úti’ um sveitir vors fróns leikin sauðkind og smali. Slíkt hneyksli skal eytt.
8. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gnýnú þarf dáðrakka menn – ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný.
9. Sjáið risastig heims! Tröllbrot rafar og eims,selja rammleik og auð hverri mannaðri þjóð. Eigum vér einir þol, fyrir vílur og vol til að varða og greypa vorn arðlausa sjóð?
10. Heyrið ánauðug lönd, brjóta ok, slíta böndheyrið Írann og Grikkjann með þyrnanna krans. Eigum vér einir geð til að krjúpa á knéð og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands?
11. Hér þarf hugar og máls, skilja málstað sín sjálfsog að muna hvað skeð er, –sú þraut virðist ljett, bara sitja við borðið og segja eitt orð, vera sammála aðeins, um það sem er rétt.
12. Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traustá vort takmark og framtíð er sigurvon enn. Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, þá skal ljós skína’ um eyjuna, komandi menn! |